Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 42
28
FASTHELDNI
EIMREIÐIK
doktor í guðfræði fyrir það að fara upp í stólinn með moð-
poka. Þessi gömlu hjón hafa dekrað við kirkju og klerka. Það
er allt og sumt!
Ég lít öðrum augum á þetta mál, skoða ræðuna fimmtugu,
sem þarna var flutt, svo sem nokkurs konar guðspjall, sem unnt
væri að leggja vel út af, hvort sem mér verður þess auðið eða
öðrum, sem gripa kynni í strenginn.
Þess er þá fyrst og fremst að gæta og geta, að hátterni gömlu
hjónanna ber vitni um fastheldni. Það orð er nú orðið torskilið
fjölda manns, af því að það er fallið í gildi, á eigi heima í
orðabók tízkunnar, sem skiptir um kjóia með hverju tungli.
Hennar tunga veldur varla orðinu og fussar við þvi. Samt er
þetta dýrindisorð og á rót sina í kjarna, sem er 1000 ára gam-
all — eða ungur.
Hjónin eru að flýja land, þegar presturinn vígir þau, eru að
kveðja fósturjörðina, af því að þau sjá engar likur til viðun-
andi lífskjara á fósturjörðinni. Ræða prestsins er eina bless-
unin, sem þau hljóta, heillaósk, hrópandi rödd í eyðimörk, því
að vesturförum fylgdu þá úr hlaði hornaugu fremur en árn-
aðaróskir, fjnir að flýja af hólmi.
En ef fastheldni hjónanna á ræðunni hefur stafað af ást á
kirkju og klerkdómi, væri þeim það hátterni vansalaust. Kirkj-
an getur verið vígi eigi síður en heimiiið. Meðan Finnar áttu
í vök að verjast gagnvart Zarveldinu, varð kirkjan skjaldborg
þeirra og griðastaður. Þangað sótti landslýðurinn á skíðum
yfir fannbreiðuna, gerði girðingu umhverfis hana úr skíðum
og stöfum, gerði úr þeim gunnfánamerki nokkurs konar með
atbeina höfuðfata sinna, meðan messa var framin. Þessu er
fagurlega lýst í smágrein, sem er skáldsaga í aðra röndina, í
bók um Finnland, sem birtist um næst liðin aldamót.
Gömlu hjónin vestra þurfa ekki að blygðast sín fvrir-það, að
lífsbarátta þeirra og lífshamingja voru leiddar í kirkju. Norsk-
ur maður ritaði um það, að kirkjulegur félagsskapur hefði
sameinað Skandinava í Vesturheimi betur en annar félagsandi.
Landar vorir gripu í sams konar streng: séra Jón Bjarnason,
séra Friðrik Bergmann, séra Rögnvaldur Pétursson og fengu
landa sína undir merki krossins. Klerkarnir söfnuðu fólkinu
með elju og staðfestu og með mátterni islenzkrar tungu, þang-