Eimreiðin - 01.10.1941, Blaðsíða 58
eimrehji*
Kirkjugarðurinn rís.
í gömlum sögnum er greint frá því,
að garðarnir risu um áramót ný.
Grafirnar opnuðust, svipþungur sér
um salkynni guðshússins raðaði her
hinna framliðnu foldbúa þar.
Gráfölur máni þar glotti um skjá,
svo glampaði helbleikar vofurnar á,
og vei hverjum manni, er mennskur þær sá,
ef því máttugri skapstyrk ei bar.
En fengi’ hann þar staðið og geymt, sína greind,
þá greiddust þar svörin við margs konar leynd,
sem hugurinn þrálátt og þvermóðskugjarn
um þrítugan hamar til skilnings oft sparn,
en til einkis var áður þó rýnd.
Þá dulskynjun vitundar dýpkaði og hófst,
þar draumur og staðreynd í sameining ófst,
svo andinn hlaut vfirlits-sýnd. —
Svo dauðstirð var jörð eins og lögð væri lík
í línklæði grafar, en dulmagna-rík
fór haustnóttin yfir, svo glámsleg og grimm,
varð geigfyllri stöðugt, svo illúðg og dimm,
unz deyjandi dagsskíman hvarf.
Svo gægðist í austrinu hálfsigð um hlíð,
sem helfreðið líffrjó frá ómunatíð,
sem útburður genginn í arf.
Vegur minn, dalur, á brún þér mig bar.
sem bundinn af töfrum ég staðnæmdist þar:
Mín ættarsveit, hugstæð sem annars mér er,
svo undarleg virtist og framandi mér.
Þín þögn var sem þagnir í byl.
Þú væntir þér einhvers, þú vildir, þú kveiðst,
þú viðbjóðar kenndir, þig hryllti, þú beiðst
sem strokþanið strengjaspil.