Eimreiðin - 01.10.1941, Blaðsíða 64
-100
LYNDISEINKUNNIR FUGLANNA
bimheis'N
ofurlitið á hljóð kriunnar, er hún segir gné, en er mjög stutt
og oftast einstakt hljóð með alllöngum þögnum á milli- 1
á hann þó annað hljóð, nokkurs konar garg, sem ég kann
ekki að lýsa, en það heyrist sjaldan. Ekkert likt garghljóð
heyrist frá óðinshananum. Hljóðið i jaðrakan er hvellt, draf-
andi, dreginn seimur niður á við, og þá er eins og ræmublær se
í enda hljóðsins. Stelkur verpir allra fugla fyrstur og ætíð norð-
an í þúfu. Þegar stelkur gefur hljóð frá sér á flugi, er sagt að
hann komi denqjandi, og er það réttilega að orði komizb
því hljóðið er gí-gí-gi, snjallt og stutt, eins og verið sé að
dengja ljá á steðja. En stelkurinn á lika annað fallegra hljóð.
sem virðist lýsa ánægju fuglsins og gleði. Það er gillílil1’
sem heyrist einkum í stelknum, er sjór fellur að og „borð-
haldi“ á leirunum er lokið, en þó aðeins i góðu og björtu veðn-
Flestir kannast við lóukvakið. Söngur lóunnar heyrist oft
í háloftunum á vorin og röddin svo fögur, að fá fuglahljóð eru
mildari eða skæi-ari. Sandlóan hagar sér þannig um varptim-
ann, líkt og lóan, að hún hlevpur um, samhliða manni, alltaf
i aðra átt en eggin eru og kvakar með nokkru millibili þessU
tvíatkvæða, undurfallega hljóði: d ú - - í - d ú - í, en er sV°
hljóð í hvert sinn, er hún stanzar.
Einn af okkar „músíkölskustu“ fuglum er spóinn. Talað eI
um að hann „velli“, en slíkt er ekki rétt, því hann hefur mel11
tök á sönghljóðum en svo. En spar er hann nokkuð á list sinu.
og það er aðeins í þerritið og helzt seinni part dags, þegar sól
skín glatt, að hann svífur hægt uppi í háloftunum á þönduin
vængjum og syngur löngum tónum d li - - d ú - d ú - dú - og e°d'
ar eftir 9—12 slíka tóna með „velli“, endurtekur svo sömu ton-
ana hvað eftir annað, og mun hvert sönglag vara um hálfa til
heila mínútu og stundum lengur. Maríuerlan er fremur þöguff
fugl. Við brugðið er söng sólskríkjunnar, en steindepill segir
dikk-dikk og steypir á við hvert högg, sést sjaldan sitja kyi1
stundu lengur. Þúfutittlingurinn syngur mest strax eftir sólar'
upprás á morgnana, þegar bjartviðri er. Flýgur hann Þa 1
löngum sveigum yfir varpstaðnum, og er þá söngur hans a
köflum mjög likur söng kanarífuglanna.
Allir fuglar hætta að syngja um lágnættið og eru hljóðn
fram undir óttu, en hefja lir því sönginn á ný.