Eimreiðin - 01.10.1941, Blaðsíða 91
simreiðin AðUR ÓPRENTAÐ BRÉF OG KVÆÐI 427
hvæða minna í Rvík að senda þér 1 expl. í minn reikning —
eg hef ekkert expl. hjá mér, sem ég get sent — og legg fast að
honum að muna það. Þar í eru ekki nærri því öll min kvæði.
K°mist ég norður, ætla ég sjálfur að gefa eitthvað út af hand-
ritum mínum.
Kú, minn hjartans vinur — undarleg er tilveran — frá því
vorum að bollaleggja um lífið hjá góðu mömmu! — Ég
trúi á guðs dýrð, og það huggar mig, og það læt ég duga;
en eg hef óbeit á of mikilli viðkvæmni, síðan ég var hjart-
veikur. Ég er enn allröskur, en þó ekki eftir því, sem faðir
1111 nn hefur verið. í dag er hann að binda heim heyfúlgu,
Sern hann hefur átt austur á engjum í stakki, bindur og lætur
nPP einn! Ég er á 51. og þú á 54., að við æskuvinirnir skyld-
Uln ahir losa 5. tuginn er dásamlegt.
°g nú fel ég þig guði föður — þig og þá, sem þú elskar!
Sendum hvor öðrum eitt bréf á ári — ef — eða meðan —
Vlð lifum- Þinn gamli vinur Matth. Jochumsson.
Farðu sæll vinur! frostkúlur harðar
fijúga nú undvörpum móður um brjóst;
leitaðu varnar á vestur-hlið jarðar,
vandræði íslands flestum mun ljóst.
Farðu sæll vinur! Fjallkonan saknar
frækinn að missa óskmög sinn;
verður ei langt þartil þjóðin við raknar,
þekkir sig misst hafa gullvölundinn.
Farðu sæll vinur! Þó forlög þig hreki
föðurlands ísköldu ströndunum af,
aldrei frá lukkunni undan þig reki
Atlants- þó farir um brúsandi -haf.
Farðu sæll vinur! til Vesturheims landa
verði þér allt að hagsæld og ró;
farðu sæll vinur! til himnaguðs handa
hinztu við lífsstund, og þá er allt nóg.
Matthias Jochamsson.