Eimreiðin - 01.10.1941, Blaðsíða 86
422
VORSINS BLÓM
eimrkiðin'
Vorsins blóm.
Nú veit ég það, að vorið hefur strokið
um vanga þína mjúkum ástarhöndum
og vakið rósablæ um bjarta kinn.
Hann vetur missti mjallafeldinn sinn,
og máttug vorsól leysti jörð úr böndum
og kom með nýjan eld í hjörtun inn.
Og bráðum verður brum að stórum laufum,
og blómin vakna út um græna haga
við náttúrunnar skæra hulduhljóm. ...
Með rjóða kinn, á rauðum spariskóm
þú reikar úti bjarta sólskinsdaga.
Og þú ert sjálf sem ungt og indælt blóm.
Kári Tryggvason.
Krossfestingin.
A aftökustaðnum var óróasamt,
af ópum og háreysti nóff.
En sakamanns andlit heilagt og hreint
bar himneska miidi og ró,
því sálin af kærleik og fegurð var full,
og friður í hjartanu bjó.
En svipuhögg dundu úr hermanna hóp
og háðung og brígslyrði með.
Svo flettu þeir klæðum hinn fátæka mann
og festu hann nakinn á tréð.
— Að dauðasök fyndist hjá leiðtoga lýðs,
jiað landstjórinn gat ekki séð.
Þeir reistu á jörðu hinn rammgjörva kross,
hið rómverska píningartól,
sem breyttist í kraftsins og kærleikans tákn,
því Kristur er mannanna sól,
er flytur oss blessun og fögnuð í sál
og færir oss gleðileg jól.
— Hið rómverska stórveldi’, er reisti þann kross,
í rústum nú burtnumið er,
en sannleikans ríki hins saklausa manns
með sigri um jörðina fer.
Hann konungur rómverskra keisara var
og kórónu himinsins bcr.
Einar M. Jónsson.