Eimreiðin - 01.10.1941, Blaðsíða 36
372
FJÁRÖFLUN OG FEGRUNARVÖRUR
EIMnliIBI?1
salnum“, sem er gerður í líkingu við neðansjávar-kóralhöll,
surrealistanum Dali. Maddaman er mjög gestrisin og gefu’
stundum gestum sínum smá-ilmvatnsglös, sem hún sjálf hefu'
valið ilmvatnið i og metur mikils, þó að það hafi ekki selzt
vel í búðunum. Hún lánar stundum söfn sín á sýningar, sei»
haldnar eru í góðgerðaskyni, en irarast öll óþarfa-útgjöld. Hun
kaupir sjálf í matinn á torginu í Greenwich og velur til
þess síðari hluta laugardags, því þá er auðveldast að fá afsláft
hjá matvælasölunum, og hún eyðir engu að óþörfu, enda uh11
upp í fátækt og kann því vel að meta hagsýni alla og sparseuu-
Sem stendur er maddaman að koma á rnarkaðinn tveuu
nýjum og dýrum farðategundum, og er önnur fyrir konur oo
hin fyrir karlmenn. Ef henni tekst að koma karlmönnunum upP
á að nota þessa nýju vöru, má búast við að hún fái af þeu11
góðar tekjur. Það er talið, að í Bandaríkjunum eyði hver kona
að meðaltali 65 kr. á ári í snyrtivörur, og fer sú upphæð árlega
vaxandi. Maddaman hefur gefið búðarstúlkum sínum þessa
reglu, sem hún ætlast til, að þær fylgi: „Þið eigið að fara
beint ofan í vasa viðskiptavinanna og n á í þ e i r r a s í ð a s ta
eyri“. Vöxtur og viðgangur fyrirtækis hennar sýnir ljóslega>
að reglu þessari hefur verið fylgt af dugnaði og festu.
Tízkan.
Brosleg finnst mér sjón að sjá,
silkihrundir ganga
spannarháum hælum á,
með hvítmáiaða vanga.
Hárið stýft við hnakkagróf
höfuðsvipnum stjórnar.
Til að standast tízkupróf
telpan lokkum fórnar.
Þórður Einarsson.