Eimreiðin - 01.10.1941, Blaðsíða 24
EIMREIÐIN
Hljómar þess liðna.
Smásaga.
Stundum kemur það að manni, að gamlar minningar streynu
fram, eins og lind úr skauti jarðar, og vökvi hugann græðandi
dögg. Tilefni þessara geðbrigða er ekki alltaf mikið. Ef til vill
aðeins eitthvað, sem þú sérð eða heyrir aftur eftir langan tinia,
—- gamlar stöðvar, hálfgleymt ljóð, smálag numið í bernsku,
eða þá blærinn, sem þýtur með annarlegum nið eftir skógi
vaxinni fjallshlíðinni, sem þú hafðir ekki séð síðan þú varst
smali heima í átthögunum. Dularfullt og seiðandi kemur það,
þetta öldublik á yfirborð sálarinnar, neðan úr fylgsnum hug-
ans. Svo var það þetta stjörnubjarta vetrarkvöld með jólahelgi
og jólafrið yfir fannhvitum fjöllum og rafljósaskreyttri borg-
En hvers vegna var þessi aldurhnigni maður með gráhærðu
lokkana yfir háu, hvelfdu enninu og djúpu drættina um
munninn, að rifja upp löngu liðna atburði þetta kvöld
Kjartan Víðarr var ekki að jafnaði maður, sem sökkti sér
niður í draumóra og hugarvil. En í kvöld var öðru máli uð
gegna. Hann vissi reyndar hvert var tilefnið. Það kom iuu
um opinn gluggann til hans brot úr lagi, sem snart hanu
eins og töfrasproti. Þetta gamla harmsára lag hafði hann ekki
heyrt leikið síðan hún lék það síðasta kvöldið, sem þau voru
saman. Og hann, sem hélt, að allur munklökkvi væri fyrir
löngu horfinn, varð allt í einu eins og bergnuminn. Tónlistiu
er voðavald. Hún gerbreytir geðblænum svo að segja á svip'
stundu. Og nú kom þetta lag, eins og seiður, úr fiðlu nýj®
leigjandans í herberginu við hliðina á íbúð hans. Þessi ný1
leigjandi var víst útlendur fiðluleikari, nýkominn til bæjur'
ins, líklega flóttamaður sunnan úr Mið-Evrópu, kannske alln
leið austan af sléttum Ungverjalands, þar sem fiðluleikurinn
er þjóðaríþrótt.
* »
Það eru nú liðin fjörutíu ár síðan þau hittust. Og þarna
stendur húsið við lygnan fjörðinn og fjöllin umhverfis í græn-