Eimreiðin - 01.10.1941, Blaðsíða 98
434
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
bimrbiðin
hænsnum. Árið 1646 slcráði
jesúítinn Kircher lýsingu
sams konar tilraunar, sem
hann framkvæmdi og nefndi
experimentum mirabile Kir-
cheri. Fyrsta tilraun Schwen-
ters var hin nafntogaða
hænsnasvæfing, sem var þann-
ig framkvæmd, að Schwenter
hélt með annarri hendi höfði
fuglsins niður að jörðu, en
dró með hinni feitt krítarstrik
eftir jörðinni frá nefi fuglsins
og svo sem þrjú fet í beina
línu áfram. Hænan hreyfði sig
eklci á meðan strikið var
þarna. í hálfa klukkustund
gerði hann fyrstu tilraunina,
og hænan hreyfði sig ekki all-
an tímann. Hún gat það ekki,
og hélt Schwenter, að henni
fyndist sem hún væri bundin
við jörðina og reyndi því ekki
að hreyfa sig.
Árið 1872 endurtók Czermak
þessa sömu tilraun á mörgum
öðrum fuglategundum og ýms-
um dýrum öðrum, kom þeim
með öðrum orðum í ákveðið
dáleiðsluástand.
Árið 1880 fullkomnaði Prey-
er tilraunir sínar og endur-
bætti á ýmsan hátt, en þær
hafði hann stundað í mörg ár.
Hann prófaði tilraunir Czer-
maks og sýndi auk þess fram
á, að hægt er að koma dýrum
í tvenns konar ástand. í fyrsta
lagi er hægt að lama þau, svo
að þau hreyfa sig ekki úr þeim
stellingum, sem þau hafa verið
sett í. Þetta ástand taldi Preyer
orsakast af ótta. í öðru lag1
dáleiddi hann dýrin, svo að
„þau litu út eins og ÞaU
svæfu“.
Síðar fengust þeir Danx-
lewsky, Heubel, Moll, Richet
og Rieger við sams konar til*
raunir. Moll lagði sérstaka
rækt við tilraunir á froskum.
grísum og fljótakröbbum-
Lömunartilraunir hans voru 1
mörgu líkar tilraunum Char-
cots í París og fylgjenda hans-
Richet sýndi fram á með
tilraunum, að Drummond-
leifturljós hefur nákvænilega
söniu verkanir á hana eins og
á móðursjúkan sjúkling.
Eftir þessar athugasenidi1
fór vinur minn að gera ýmsa1
tilraunir á húsdýrunum, fólk'
inu á bænum til mikilla1
furðu. Það hélt, að við værum
ramgöldróttir, og kallaði okk'
ur galdramennina að norðam
en svipuð viðurnefni höfðu111
við fengið víðar í Austurlönd'
um, þar sem við höfðum fer^
azt.
Þar sem nú var tekið að
rökkva, fórum við inn me
bóndanum, þáðum hjá h011
um ágætan beina og gistum
á bænum um nóttina.