Eimreiðin - 01.10.1941, Blaðsíða 87
EIMREIÐIN
Um áður óprentað bréf og kvæði
frá Matthíasi Jochumssyni
til Sumarliða Sumarliðasonar.
Eftir Stefán Einarsson.
Sumarið 1933 kynntist ég í fyrsta sinn Dora S. Lewis eða
Halldóru Sumarliðadóttur. Hún var þá að koma úr kynnisför
fornar stöðvar föður sins á íslandi, og urðum við sam-
skipa til Englands. Síðar hitti ég hana nokkrum sinnum,
nieðan hún bjó í Washington D.C. og var hússtjórnarráðu-
nautur fyrir Bandaríkjastjórn. En siðast bar fundum okkar
Saman sumarið 1939, er hún veitti forstöðu tveggja vikna
nunasskeiði hér við Cornell háskólann fyrir hússtjórnar-
raðunauta úr ýmsum borgum Bandaríkjanna. Þegar ég sýndi
kenni islenzka bókasafnið hér, tók hún eftir því, að i bréfa-
'Safni Matthíasar var ekkert bréf til Sumarliða föður hennar, og
nieð þvi að hún mundi, að móðir hennar varðveitti einhver bréf
frá Matthiasi, kom okkur saman um, að hún skyldi senda mér
knu, en ég koma þeim á prent.
Nokkru siðar komu bréfin, eða réttara sagt bréfið, því það
1 eyndist vera aðeins eitt, skrifað fi’á Odda 21. maí 1886. Með
Því lá annað bréf frá gamla Jochum, föður Matthíasar, skrifað
a Sama stað 15. maí 1886, og tvö kvæði, kveðin i kveðjuskyni
Sumarliða, þegar hann fór alfarinn til Vesturheims árið
1884. Er annað kvæðið eftir Matthías, og þótt það sé ekki
111 jug merkilegt, virðist ekki óviðeigandi að því sé haldið til
skila. Hitt kvæðið, eftir einhvern J. J., er aftur á móti ekki
ne’ns virði, nema fyrir hlutaðeigendur, því það sýnir vin-
sældir Sumarliða.
Sumarliði Sumarliðason hefur verið einn af allra merkustu
slendingum úr alþýðustétt á öldinni sem leið. Hann var
faeddur 23. febrúar 1832 í Skálholtsvik í Hrútafirði i Stranda-
^yslu, og var faðir hans Sumarliði Brandsson, er bjó að Kolla-
Uöum í Þorskafirði. Hér á ekki við að segja hina merkilegu
s°gu hans, enda er hún skrásett á prenti bæði af honum sjálf-