Eimreiðin - 01.10.1941, Blaðsíða 82
418
MINNISLEYSI
EIMREIÐlt*
— Haldið þér að hann komi ekki bráðum? spurði Kjartan.
— Ég býst við, að það geti dregizt, að hann komi, því hann
fór til Hafnarfjarðar, faðir hans liggur fyrir dauðanum.
— Og þá kemur hann alls ekki á morgun, sagði Kjartan og
fann, að brátt mundi hann ekki þola meir.
— Það er óvíst, forstjórinn gaf honum frí um óákveðinn
tima.
— En væri ekki hægt að nálgast lykilinn að skúffunni-
spurði hann.
— Ég veit ekki, sagði stúlkan hikandi. í sama bili kom
ungur piltur fram, og hún sneri sér að honum og spurði:
— Heyrðu, veizt þú hvar í Hafnarfirði faðir hans Árna býr?
— Nei, sagði pilturinn og hristi höfuðið.
— Viltu fara og spyrja Sæmund eða Birgi, þeir vita þa®
kannske.
En pilturinn kom aftur og sagði, að þeir vissu ekkert u®
þetta.
— Þá get ég því miður ekki hjálpað yður, sagði stúlkan
og brosti afsaltandi.
— Vitið þér hvers son maðurinn er? spurði Kjartan.
— Jónsson, sagði hún eftir litla umhugsun.
— Árni Jónsson, já, þakka yður fyrir, sagði Kjartan °S
• •
leit á klukkuna, hún var farin að ganga tvö. — Má ég hringJa’
— Gerið svo vel.
Hann hringdi á skrifstofuna og fékk frí það sem eftir var
dagsins. Svo kvaddi hann stúlkuna, lét á sig hattinn og fór út-
Hann ákvað að fara til Hafnarfjarðar. Einhver af læknunum
þar hlaut að vita um mann, sem lá fyrir dauðanum.
Þegar Kjartan var setztur upp i strætisvagninn, kom >'|n
hann einhver sælukennd ró. Hann var orðinn þreyttur eftir
öll hlaupin og naut þess nú að hvíla sig. Og á meðan bifre'ðlir
rann eftir bugðóttum veginum, samdi Kjartan áætlanir fram-
tíðarinnar. Því þótt hann hefði oft orðið að viðurkenna, bse®1
fyrir sjálfum sér og öðrum, að sig misminnti, var hann alve§
hárviss um, að í þetta sinn hafði hann rétt fyrir sér.
í símaskránni fékk hann heimilisföng læknanna. Og v’ú
menn, einn þeirra hafði sjúkling, sem var mjög veikur, ei^a
við nánari athugun: tveir af sjúklingum hans voru svo veikU’