Eimreiðin - 01.07.1942, Blaðsíða 32
EIMHEIBlN
Ný verðlaunasögu-samkeppni.
í fjórða sinni efnir Eimreiðin til verðlaunasamkeppni uni bczM
smásögu, sem lienni berst. Slik samkeppni fór fyrst fram i E'U'
reiðinni árið 1919. Verðlaunin hlaut þá Helgi Hjörvar fyrir
söguna Kitlur, sem birtist i 4. hefti Eimreiðarinnar 1919. Xæst Hé t
Eimreiðin verðlaunum árið 1932. Hlaut þá fyrstu verðlaun Eídh*
Frímann fyrir smásöguna Austfjarðaþokan. En auk þess hlió11
fjórir aðrir liöfundar verðlaun í sömu samkeppni. Það voru Þel
Stefán Jónsson fyrir söguna Konan á klettinum, Þórir Bergssi>n
fyrir söguna Dýr, Egill Jónasson fyrir söguna Jólagjöfin og Guð-
mundur Friðjónsson fyrir söguna Upprisa. Allar þessar sögur bii'
ust i Eimreiðinni 1933. Loks var þriðja sögukeppili Eimreiðarinna'
háð árið 1940, og hlaut þá verðlaun Stefán Jónsson fyrir sögun‘’
Kvöld eitt í september, sem birtist í 4. hefti Eimreiðarinnar 19
Að þessu sinni heitir Eimreiðin hæstu verðlaunum, sem nokktu
sinni hefur verið heitið hér á landi i smásögusamkeppni, og CI”
skilyrðin þessi: Sögurnar séu komnar i hendur ritstjóranum f>rl1
1. febrúar 1943. Þær skulu vera merktar dulnefni og lielzt vélrit-
aðar, svo að rithönd þekkist ekki, en nafn liöfundarins og heiniiilS'
fang fylgi í lokuðu umslagi, árituðu sama dulnefni.
í úrskurðinum um verðlaun verður miðað við það bezta, sei"
fyrir er í þessari grein islenzkra bókmennta. Ef engin af sögui"
þeim, er berast, telst svo góð, að hún sé makleg verðlaunan"11’
áskilur Eimreiðin sér rétt til að láta þau niður falla eða frandengi”
samkeppnina. Enn fremur er áskilinn réttur til að birta liverja !>:l
sögu, sem til samkeppni þessarar er send, enda þótt ekki telj>s*
verðlaunahæf, og greiðast þá fyrir liana venjuleg ritlaun.
Sögur þær, sem sendar eru til samkeppninnar, skulu vera
lengd eigi styttri en 10 bls. og eigi lengri en svarar 20 bls. i Ei>"-
reiðinni með meginmálsletri.
Verðlaunin eru: kr. 1000.00 — eitt þúsund krónur.
Eru það um leið ritlaun, og skal saga sú, er þessi verðlaun ka""
að hljóta, vera eign Eimreiðarinnar.
Eins og jafnan áður borgar Eimreiðin fyrir það, sem henni þyh"'
verulegur fengur i, miklu hærri ritlaun en nokkur annar hér á land"