Eimreiðin - 01.07.1942, Blaðsíða 90
266
STYRJALDARÓGNIR VORRA TÍMA
EIMREIÐi!í
rænt. Líkin á strætum borgarinnar lágu þar dögum saman,
án þess skeytt væri um að grafa þau. Hundarnir í borginm
lögðust á náina. Konur voru svívirtar hundruðum sainan,
konur af öllum stéttum, jafnt erlendar sem innlendar. Ral1
og gripdeildir hermannanna virtust a.ð undirlagi sjálfrar her-
stjórnarinnar, því að miklu meira herfang var tekið en hei-
mennirnir sjálfir gátu haft með sér, og var það flutt burt 1
hergagnavögnum beint á aðalstöðvar herstjórnarinnar.
Vér könnumst öll við loftárásirnar á borgir Englands og
annarra landa, árásirnar á skipin á höfum úti og varnarlaus-
ar fiskifleytur með ströndum frain. Aldrei hefur styrjöld verið
rekin af jafn tillitslausri heiftúð og sú, er nú geisar. í
ustu heimsstyrjöld var sjómönnum að jafnaði gefið tækifá'11
til að komast í björgunarbátana úr skipum sínum áður en
þau voru skotin í kaf. Nú eru skipin skotin i kaf fyrirvara-
laust. Vér íslendingar höfum orðið fyrir því oftar en eiuu
sinni. Vér höfum einnig fengið heimsóknir erlendra flu»"
manna, sem hafa látið vélbyssuskotbríð dynja á vitum og l'
búðarhúsum með ströndum fram og' á fiskibáta vora á nii®'
unum. íslenzk börn hafa slasazt af völdum sprengja. VeI
höfum að vísu enga svipaða sögu að segja og hinar herjuðu
þjóðir Evrópu og Asíu. Vér erum ef til vill eklti enn fyllile»a
vöknuð til meðvitundar um þau geigvænlegu öfl, sem eru
verki. En vér gctum ekki lokað augunum fyrir hættununi. ^g
vér getum heldur ekki komizt hjá því að sjá og viðurkenna,
að íslenzka þjóðin er orðin virkur aðili í hildarleiknuin,
hvort sem henni líkar betur eða ver. Engin von er um varan
lega lausn á þeim leik fyrr en komið hefur verið á gagnkvseniu
trausti og öryggi. En áður en slíkt er unnt, verður að vinna
bug á ofbeldinu í öllum þess hryllilegu myndum. Undir þ'1’
hvort það tekst, er komin öll framtíð mannkynsins, og engin
þjóð er svo fámenn og smá, að hún ekki níegni að leggJ’1
sinn mikilvæga skerf lil sigurs þeim góða málstað.
Sveinn Sigurðsson■