Eimreiðin - 01.07.1942, Blaðsíða 24
200 VIÐ ÞJÓÐVEGINN bimbbip'>
kost og kröpp kjör er unnið nótt og dag að framleiðslu skipa-
flugvéla og alls konar hergagna til þess að beita í baráttunni fyMr
málstað frelsisins. Ungir sem gamlir, konur sem karlar, taka Þat^
í þessari baráttu. í stað karlmannanna, sem berjast á vígvöllun
um og í sjóher og lofther, koma konurnar og taka við stÖrfum
karlmannanna heima fyrir. Og konurnar taka einmg
Takmarkið: þátt í hernaðarstörfum. Kvennaherdeildir staif3
að sigra. bæði í landher og lofther, svo sem á varðstöðvum
og við flugvallagæzlu. í öllum borgaralegum starfs
greinum hafa konur einnig tekið við af körlum að meira s&a
minna leyti. Jafnvel í Englandi, þar sem til skamms tíma var m'x
andúð gegn því, að konur gerðust t. d. læknar, eða málfasrslu
menn, hafa þær nú rutt sér braut að þessum embættum einmg-
Nú er einn tíundi hluti allra lækna í Bretlandi konur og U!TI
4000 kvenstúdentar bætast þar í hóp læknanema árlega. Konur
vinna í hergagnasmiðjum, við skipasmíðar, flugvélasmíðar og a®
öllum öðrum tæknislegum framkvæmdum. Þær eru lögreglu
þjónar, strætisvagnstjórar — og í flestum ófriðarlandanna er
meiri hluti allra landbúnaðarstarfa unninn af konum, þar sem
flestir vinnufærir karlmenn eru í herþjónustu. í Bandaríkjurn
Norður-Ameríku vinna nú 2 800 000 konur í hergagnaverk-
smiðjum. Þannig leggjast allir á eitt um að fleyta þjóð sinni yf'r
erfiðleika styrjaldarinnar, beita öllum kröftum að hinu sam-
eiginlega takmarki: að sigra, svo að frelsið megi ríkja, frelsi fyr'r
allar þjóðir tii að velja sér sjálfar það stjórnarfyrirkomulag, sem
þær telja bezt. Takmarkið er jafnframt að öðlast öryggi gegn 0<{'
beldi og lögleysum, hljóta réttláta aðstöðu til viðskipta og verzl"
unar og að koma á friðsamlegri samvinnu allra frjálsra þjóða.
Þannig var sigurtakmarkinu lýst í hinum nafnkunna Atlanís'
hafssáttmála þeirra Churchills og Roosevelts og áréttað nánar '
samningi milli Bandaríkjanna og Bretlands, sem undirskrifaður
var í Washington 23. febrúar 1942.
Verum samtaka einnig, íslendingar, um að sigra í alda
langri baráttu vorri og leggjum hart að oss síðasta áfangann.
Þá getum vér kinnroðalaust orðið þátttakendur í sigurfögnuð-
inum að loknum þeim stórfelldu skuldaskilum, sem nú standa
yfir í heiminum.