Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 22
118
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
ingum slepptum, sem enn kunna að verða í tízku um skeið,
þá er legu íslands og stöðu á jarðkringlunni þannig háttað,
að það er í stöðugri liættu, hvenær sem til heimsstyrjaldar
kann að draga. — Og er þá undir ýmsu komið, hvaða stór-
veldi verða fljótust til að hernema landið, ef það er varnar-
laust fyrir.
Sjálfsagt má gera ráð fyrir, að íslendingum gefist kostur
á að undirrita stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, þótt síðar
verði. Af einhverjmn ástæðum, sem enn eru ekki til fulls
kunnar, var ekki talið fært, að íslenzka þjóðin yrði meðal
sjálfra stofnendanna að hinum nýju þjóðasamtökum. Fari
samt sem áður svo, að við verðum aðilar siíkra samtaka,
sem hinu nýja þjóðabandalagi er ætlað að verða, þá tökum
við meðal annars á okkur þá kvöð, að við getum hvenær
sem er orðið skyldugir til að láta öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna í té, ef þörf krefur og í samræmi við sérstakan samn-
ing eða samninga, herafla þeim til umráða og veita þeim
nauðsynleg forréttindi, þar á meðal rétt til að hafa erlendan
her í landinu, ef það kann að reynast nauðsynlegt til varð-
veizlu friðar og öryggis. Við berum einnig þann liluta kostn-
aðar við bandalag Sameinuðu þjóðanna, sem á okkur yrði
lagður. Og ýmsa aðra ábyrgð yrðum við á okkur að taka
eins og aðrir aðilar þessara alþjóðasamtaka. Um hlutleysi ís-
lands í ófriði er alls ekki framar að ræða eftir undirritun
stofnskrár Sameinuðu þjóðanna.
Um tvær leiðir virðist vera að ræða fyrir íslenzku þjóð-
ina í afstöðu hennar út á við, ef hún hyggst eiga nokkurt
frumkvæði í því efni: annaðhvort að skrifa undir stofnskrá
Sameinuðu þjóðanna og öðlast um leið þau réttindi og þær
skyldur, sem slíku fylgir — eða gera samning við eitt eða
fleiri stórveldi um þessi mál. Líklegt má telja, ,að það gæti
algerlega orðið á valdi okkar sjálfra, hvor leiðin yrði valin.
Síðari leiðin er að því leyti tryggari, að hana myndi að lík-
indum hægt að fara nú þegar. Sú fyrri er ekki virk, meðan
ekki er búið að ganga nema frá byrjunaratriðunum í hinu
nýja bandalagi. Enginn veit enn með vissu, hvort takast muni
að koma þessu bandalagi á, þó að allir, sem bera heill mann-
kynsins fyrir brjósti, voni að það takist.