Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1945, Side 23

Eimreiðin - 01.04.1945, Side 23
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 119 Þriðja leiðin er svo sú, að þjóðin standi fyrir utan öli varnarsamtök — og þá að líkindum ein þjóða. En eru nokkur líkindi til, að sú leið rej ndist fær og að við fengjum að vera í friði? Reynslan virðist sanna hið gagnstæða. Samningur eins og hér er um að ræða, þyrfti ekki að fela í sér neitt afsal á sjálfstæði þjóðarinnar. Þó að íslenzka ríkið gerði samning við stórveldi, eitt eða fleiri, um gagn- kvæma vernd í ófriði, virðist það ekki þurfa að skerða sjálf- stæði okkar á friðartímum, hvorki inn á við né út á við. Um raunverulegt sjálfstæði smáþjóða í styrjöld má með sanni segja, að oft er það aðeins nafnið tómt — og eru nærtæk dæmin úr nýafstaðinni Evrópustyrjöld þessu til sönnunar. Látum svo vera, að við séum siálfir fidlfærir um að verja landhelgi Islands á friðartímum — og það erum við, meðan Iög og réttur er hvorttveggja virt í alþjóðaviðskiptum. En í styrjöld eru hvorki lög né réttur virt. I sögu Islands fyrr og síðar eru mörg dæmi þess réttleysis, sem varnarlaus þjóð verður að sætta sig við á styrjaldartím- um. Eru sum þessi dæmi öllum landsmönnum kunn. Á íslenzka þjóðin áfram að eiga það undir rás viðburðanna erlendis, hvort þetta réttleysi heldur áfram, eða á hún að fyrirbyggja það eftir föngum með samningi við erlent ríki, eitt eða fleiri? Síðari kosturinn er að því leyti manndómslegri en sá fyrri, að með honum tekur þjóðin hreina afstöðu út á við. Hitt verður jafnframt að gera sér ljóst, að um leið og slík afstaða er tekin, hlýtur þjóðin að leggja verulegt í sölurnar. Mun ýmsum ef til vill þykja hér ærin áhætta á ferðinni. En hin áhættan er þó meiri: að veltast eins og rekald á hafi og láta utanaðliomandi erlend öfl ráða því, hvert rekaldinu fleytir í það og það skiptið. Af legu Islands, eylandsins í Atlantshafi, leiðir, að engum Islendingi mundi nokkurn tíma detta í hug að gera slíkan samning við annað ríki en flotaveldi. Því það er hafið kring um Island, sem hefur verið, er og verður hinn eiginlegi orr- ustuvöllur í styrjöld — og svo vitaskuld loftið, síðan flug- hernaður varð svo þýðingarmikill sem raun hefur borið vitni undanfarin styrjaldarár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.