Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 23
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
119
Þriðja leiðin er svo sú, að þjóðin standi fyrir utan öli
varnarsamtök — og þá að líkindum ein þjóða. En eru nokkur
líkindi til, að sú leið rej ndist fær og að við fengjum að vera
í friði? Reynslan virðist sanna hið gagnstæða.
Samningur eins og hér er um að ræða, þyrfti ekki að
fela í sér neitt afsal á sjálfstæði þjóðarinnar. Þó að íslenzka
ríkið gerði samning við stórveldi, eitt eða fleiri, um gagn-
kvæma vernd í ófriði, virðist það ekki þurfa að skerða sjálf-
stæði okkar á friðartímum, hvorki inn á við né út á við.
Um raunverulegt sjálfstæði smáþjóða í styrjöld má með sanni
segja, að oft er það aðeins nafnið tómt — og eru nærtæk
dæmin úr nýafstaðinni Evrópustyrjöld þessu til sönnunar.
Látum svo vera, að við séum siálfir fidlfærir um að verja
landhelgi Islands á friðartímum — og það erum við, meðan
Iög og réttur er hvorttveggja virt í alþjóðaviðskiptum. En í
styrjöld eru hvorki lög né réttur virt.
I sögu Islands fyrr og síðar eru mörg dæmi þess réttleysis,
sem varnarlaus þjóð verður að sætta sig við á styrjaldartím-
um. Eru sum þessi dæmi öllum landsmönnum kunn. Á íslenzka
þjóðin áfram að eiga það undir rás viðburðanna erlendis,
hvort þetta réttleysi heldur áfram, eða á hún að fyrirbyggja
það eftir föngum með samningi við erlent ríki, eitt eða fleiri?
Síðari kosturinn er að því leyti manndómslegri en sá fyrri,
að með honum tekur þjóðin hreina afstöðu út á við. Hitt
verður jafnframt að gera sér ljóst, að um leið og slík afstaða
er tekin, hlýtur þjóðin að leggja verulegt í sölurnar. Mun
ýmsum ef til vill þykja hér ærin áhætta á ferðinni. En hin
áhættan er þó meiri: að veltast eins og rekald á hafi og láta
utanaðliomandi erlend öfl ráða því, hvert rekaldinu fleytir í
það og það skiptið.
Af legu Islands, eylandsins í Atlantshafi, leiðir, að engum
Islendingi mundi nokkurn tíma detta í hug að gera slíkan
samning við annað ríki en flotaveldi. Því það er hafið kring
um Island, sem hefur verið, er og verður hinn eiginlegi orr-
ustuvöllur í styrjöld — og svo vitaskuld loftið, síðan flug-
hernaður varð svo þýðingarmikill sem raun hefur borið vitni
undanfarin styrjaldarár.