Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 38
134 SÓLSTUNGA EIMREIÐIN var ekki hægt að snerta þá. Bandið innan á liúfunni lians var blautt af svita, og honum var eldheitt í andliti. Þegar hann kom aftur heim á hótelið, var lionum ljúf nautn í því að setjast að í rúmgóðri mannlausri borðstofunni, þar sem svo svalt var og kælandi. Hann tók ofan, fékk sér sæti við lítið borð við opinn glugga, sem heitur súgurinn streymdi um — og varð, þrátt fyrir hitann, að hressandi svala. Hann bað um kælda jurtasúpu — og allt var orðið gott aftur, allt var þrungið ósegjan- legum friði og hamingju; jafnvel sjálf hitamollan og markaðs- daunninn utan af torginu. Öll þessi ókunna litla borg og þetta gamla sveitalega gistihús var fullt af þessari hamingju, og lijarta hans sjálfs var sem opin und í þessu umhverfi. Hann drakk nokk- ur smáglös af vodka og fékk sér nokkra bita af agúrkum í ídýfu — og honum fannst hann helzt vilja deyja undir eins á morgun, ef aðeins kraftaverkið mætti ske, að liann fengi að eyða því, sem eftir væri dagsins hér aftur með henni — og gæti sagt henni — og einhvern veginn sannað henni — hversu heitt og sárt liann elskaði hana.....En livers vegna að sanna henni þetta? Hvers vegna að sannfæra liana? Hann gat ekki svarað því, en honum fannst þetta mikilvægara en sjálft líf hans. „Taugar mínar eru farnar að gera mér glettur,“ hugsaði hann um leið og hann hellti sér í glas. Það var fimmta vodkaglasið lians. Hann lauk alveg upp úr lítilli borðflösku, vonaði að fá svæft endurminninguna með ölvuninni, hélt að örvæntingunni og æs- ingunni mundi linna. En það fór á aðra leið. Hvorttveggja óx og margfaldaðist. Hann ýtti frá sér diskinum með köldu jurtasúpunni, bað um svart kaffi og fór að reykja, fastákveðinn að losa sig með öllu móti úr álögum þesarar óvæntu og skyndilegu ástríðu. En svo fann hann undir eins, að þetta var gersamlega ómögulegt. Allt í einu spratt hann á fætur, greip húfu sína og sprota, spurði hvar símstöðin væri og gekk síðan hratt í áttina þangað með efni sím- skeytis fullsamið í liuganum: „Hér eftir er líf mitt allt til dauðans algerlega á þínu valdi, og þú getur gert við það livað sem þú villt.“ En rétt þegar hann var kominn að veggjaþykka húsinu, þar 6em póstur og sími liöfðu aðsetur, staðnæmdist liann skyndi- lega og með skelfingarsvip. Hann vissi, í hvaða borg liún átti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.