Eimreiðin - 01.04.1945, Side 45
eimreiðin
SYSTIR ÍSLAND
141
nokkurt orð skrifað, lieldur talaði hún alveg blaðalaust, en
ræðan var flutt með slíku lífi og fjöri, að ég minnist þess alla ævi.
Eftir fyrirlesturinn gekk hún milli fólksins og spurði, livort
það vildi ekki mynda félagsskap um bindindi. Henni tókst að
stofna félagið, og formaður þess varð Jósef Elíesersson, bóndi í
Lækjarkoti, faðir Þorsteins Jósefssonar rithöfundar.
Ég man, að Ólafía talaði við vinnukonur móður minnar og
spurði þær, hvort þær ættu ekki kærasta, sem þætti gott í
staupinu. Ef svo væri, ættu þær að ganga í bindindisfélagið.
Þegar Ólafía fór héðan, hafði hún fyrir fylgdarmann Magnús
Benediktsson, bónda í Hvammi í Vatnsdal. Sótti hann hana hing-
að og flutti til Vatnsdals, því að þar mun hún liafa flutt næsta
fyrirlestur.
Mér varð starsýnt á svörtu loðkápuna, sem Ólafía klæddist í,
áður en liún reið úr hlaði, og stóru ullarvettlingana, sem náðu
upp að olnboga.
Ég kom til Oslóar í september 1911, fór þar í Statens Lærerinde-
skole í Stabæk. Ég þekkti engan, þegar þangað kom, og fannst
Jafnvel viðtökurnar kaldar. Mér er þó ekki mjög leiðindagjarnt, en
1 þetta sinn greip mig óyndi, þó ekki svo, að ég gæti ekki stundað
öámið fyrir þá sök, en lieldur óttaðist ég, að mér mundi finnast
veturinn langiir.
Einn morgun seint í október kom ég inn í dagstofu skólans.
Lar voru dagblöðin venjulega opnuð. Mér varð litið á eitt stór-
Llað Norðmanna, Tidens Teg n. Á fremstu síðu þar var mynd af
Lonu, sem liafði skottliúfu á liöfði. Greinarkorn fylgdi myndinni,
°g sagt var, að hér væri mynd af „Söster Island“, sem byggi í
Mjóstræti (Smalgangen). Ég sneri mér að einni kennslukonu, sem
S£>t þar, og spurði liana, livar þetta Mjóstræti væri. Mig langaði
til að liitta þ ar Islending. Að líkindum gæti hún komið mér í
kynni við einhverja landa mína, sem hlytu að vera einliverjir til
1 Osló. Kennslukonan sagði við mig: „Það skaltu gera, en ein-
sómul skaltu ekki fara. Það er ekki gott fyrir ungar stúlkur að
Vera einar á ferð á þessurn stöðvum. En bráðum kemur mán-
aðarfrí í skólanum, og þá getur einliver af námsmeyjunum farið
tneð þér.“
Ég beið þessa dags með eftirvæntingu. Þó var ég nú stundum