Eimreiðin - 01.04.1945, Side 48
144
SYSTIR ÍSLAND
EIMRBIÐIN
Hvaða kona önnur en hún liefSi haft kjark til þess að fara um
liánótt út, í þessu lastabæli, til þessara mannræfla, þó að það
væri til þess að líkna þeim?
Marga góða vini átti Ólafía í Noregi, og allir þekktu hana.
Einasta vinkona hennar, sem ég var svo lieppin að kynnast ofur-
lítið, var Inga Björnson, bróðurdóttir Björnstjerne Björnson. Ég
hitti liana stundum heima hjá Ólafíu. Eitt sinn, er við vorum
inni lijá Ólafíu, liafði hún gefið okkur kakao eða einhverja aðra
liressingu. Þegar við vorum búnar að drekka, mundi Ólafía eftir
stúlkuaumingja í herberginu við hliðina á sér og vildi gefa henni
eitthvað líka. Hún tók bakka, fægði liann með mestu nákvæmni
og setti á hann hakkadúk. Frú Inga sagði við liana: „Hvers
vegna vandarðu þetta svona mikið?
„Ég geri það til þess að auka hjá þeim sjálfstraust. Þær vantar
það svo mikið.“
í þetta skipti fylgdumst við frú Inga út á götuna. Þá sagði
þessi merka kona við mig orð, sem ég hef svo oft liugsað um
síðan:
„Ólafía er mesta konan, sem ég þekki. Hún er svo mikil í smá-
mununum („stor i det smaa“).“
Þetta var þá starfið, sem Ólafía hafði verið kölluð til; hún,
sem með gáfum sínum og menntun liefði svo að segja getað lagt
undir sig heiminn. Henni var ætlað að lítillækka sig og setjast að
í lastabæli Oslóborgar til þess að líkna þeim, sem aumastir voru
allra: ungum stúlkum, sem lent höfðu á götunni.
Þarna gekk hún um á kvöldin í myrkrinu að leita uppi þessar
ungu stúlkur innan um óteljandi grúa drukkinna mannræfla.
Það sagði hún mér, að aldrei sæist þarna lögregluþjónn á kvöldin.
En svo mikið vald var Ólafíu gefið yfir þessum mannræflum, sem
gengu þarna um göturnar, að aldrei sagðist hún verða fyrir
áreitni af þeim. Þessa lágvöxnu konu með skotthúfuna á liöfð-
inu þorðu þeir ekki að snerta, heldur viku með lotningu úr vegi
fyrir henni.
Einn morgun, þegar ég kom til hennar, sagði liún mér, að nú
yrði hún að fara að stofna heimili fyrir stúlkurnar sínar. Þær
væru svo margar. Sér væri nú líka bannað að vera þarna lengur,
lieilsunnar vegna. Nú hefði hún séð liús í borginni, sem væri
til sölu. Það væri á góðum stað, en kostaði 20 þúsund krónur.