Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 53
eimreiðin
STRAUMHVÖRF í BÓKMENNTUM
149
lieldur hann því fram, að það sé jafnvægið í þjóðmálunum, sem
eitt geti bjargað. En byltingin bíði jafnan ósigur, og svo hafi
einnig orðið í aðalbeimkynni bennar, Rússlandi. Það er í fljótu
bragði dálítið broslegt, að Köstler skákar Stalin og öðrum leið-
togum Rússlands nú í flokk íbaldsmanna. En af því, livernig bann
rökstyður mál sitt, sést fljótt, að þetta má til sanns vegar færa.
Köstler fer á einum stað þessum orðum um tilraunir sínar til
að kryfja til mergjar bin margvíslegu fyrirbæri samtíðarinnar:
„Fyrir nokkru reyndi ég að lýsa í stuttu máli gjaldþroti vinstri-
höfundanna svonefndu. Ég er einn þessara mörgu hælislausu
vinstri-höfunda, sem Stalinistarnir kalla Trotskyista, Trotskyist-
arnir kalla imperíalista og imperíalistarnir kalla blóðrauða
bolsevíka. Síðan ég lýsti þessu gjaldþroti, liefur það versnað
margfaldlega. Rotnuð lík stjómskipulagsbyltingarmanna eru graf-
ln og gleymd. Refskák verkamannaforingjans Lewis í uppsteytin-
um gegn Roosevelt forseta var táknræn fyrir ástandið í verka-
niannahreyfingu Bandaríkjanna. Og brezki verkamannaflokkur-
Wn sleppti síðasta tækifærinu til þess að geta borið það nafn
oflekkað, þegar liann lét Vansittard fá sig til að lýsa þýzku þjóð-
•na ábyrga fyrir glæpum nazista, og þar á meðal þær 13 milljónir
þýzkra verkamanna, sem greiddu atkvæði gegn nazistum síðast,
þegar frjálsar kosningar fóru fram í Þýzkalandi.“
Köstler bendir á, að sem stendur ríki millibilsástand í heimi
þjóðfélagsmálanna og bókmenntanna. Mannkynið bíður þess
nieð eftirvæntingu, að nýtt skipulag komist á. Þetta er óljóst skipu-
lag, eittlivað sem þó lilýtur að koma, áður en varir, og hann
lýsir komu þess þannjg:
„Ég trúi því, að sá dagur sé ekki alls fjarri, er núverandi
niillibilsástandi lýkur og ný skipan kemst á — ekki nýr flokkur
eða sértrúarbreyfing, lieldur mun ómótstæðilegur nýr geðblær
fara um lieiminn, andlegt vor, líkt og frjunkristnin eða endurfæð-
mgin (Renaissancen). Með því mun að líkindum lokið því tíma-
bili sögunnar, sem liófst með þeirn Galileo, Newton og Columbusi,
þessu bernskutímabili mannkvnsins, þegar allt átti að flokkast í
visindakerfi, allt átti að mælast og vegast á kvarða og vogir
efnisheimsins, þegar veraldarvizkan átti að skipa æðra sess en
andinn. Þessi nýja lireyfing mun koma á jafnvægi og nýrri skipan
binna vitsmunalegu og andlegu verðmæta lífsins.“