Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 72
168
SMÁSAGAN í ENSK.UM BÓKMENNTUM
EIMREIÐITs
í öðrum tímaritum þessi styrjaldarár, og sjaldan virðist England
hafa verið eins auðugt af urigum snillingum á þessu sviði eins og
nú, þó að lierþjónustan veiti þeim lítinn tíma til ritstarfa. Eins
og ástatt er gegnir furðu live mörg handrit, stundum komin frá
fjarlægustu stöðum jarðarinnar, hafa borizt ritstjórum Lundúna-
blaðanna og -tímaritanna. Og það er eftirtektarvert, hve sumum
þessum liöfundum tekst að láta ímyndunaraflið auka við þá við-
hurði, sem gerast og oft eru ótrúlegri öllum skáldskap.
Ég hef bent á, hversu vel D. H. Lawrence tókst að ná anda
styrjaldaráranna 1914—’18 í tveim smásagnasöfnum sínum. Mér
virðist smásöguformið vera liið ákjósanlegasta, sem óbundið mál
á yfir að ráða, fyrir liöfunda í styrjöld. Skáldsagan, eða rómaninn,
krefst næðis og langs tíma, meðan höfundurinn er að semja hana,
tengja saman orsakir og afleiðingar langrar viðburðakeðju. Þess
vegna má varla búast við yfirgripsmiklum skáldsögum fyrr en
5—10 árum eftir stríðslokin. En smásagnaliöfundurinn stendur
betur að vígi. 1 fyrsta lagi er hann — eða á að vera — svo mikið
í ætt við ljóðskáldið, að hann geti lýst út í æsar mikilvægi einstaks
smáatburðar. Hann getur túlkað álirifavald augnabliksins. Hon-
um er hagur að Jiví að vera viðstaddur, þegar atburðirnir gerast.
Hann getur gert sér söguefni úr andliti, sem bann sér í svip á
götu, óskýru atviki eða samtali, sem liann lilustar á af liendingu í
strætisvagni eða járnbrautarlest.
Af öllum þeim listum, sem iðkaðar eru í Englandi hú, svarar
engin eins vel kröfum tímans eins og smásagnagerðin, og ég sé
fram á ríkulegri uppskeru í þessari listgrein en nokkru sinni áður,
andir eins að lokinni þessari styrjöld.
(Sv. S. þýddi lauslega úr BRITAIN TO-DAY, maílieftinu 1945.)
Stórkostleg ræða.
„Jæja, livernig féll þér ræðan niín?“ spurði franihjóðandinn að loknum
kosningafundi.
„Stórkostleg ræða!“ var svarið.
„Hreif þig nokkur einn hluti hennar fremur öðrum?“
„Jæja; úr því þú spyrð, þá skal ég svara. Það, sem hreif mig mest, var út-
haldið — þetta, hvernig þú gazt talað úpp aftur og aftur um það sama.“