Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 77
EIMREIÐIN
SÆLUHÚSIÐ VIÐ DAUÐAGIL
173
þessar fáu vörður, sem hér sjást ennþá, séu eftir liann. En jafnvel vörðurnar
voru líka eyðilagðar fyrir honum, og segir sagan, að Ioks léti hann alveg
hugast, tæki fásinna og færi á vergang. Jafnframt veslaðist hann upp, hæði
líkamlega og andlega, unz hann loks fannst dauður úti á víðavangi. Hafði
hann þá hlotið viðurnefnið hrak, og var ger útför hans óvegleg.
SEMINGUR: Jú-jú. — En er nú sagan búin?
CJARNI: Já, nema hvað sagan segir, að stuttu eftir fráfall Jóns þessa færi
að kvisast um dularfullan mann, sem slægist í fylgd nteð villtum ferða-
niönnum hér á fjallgarðinum, og skildi sá ekki við þá, fyrr en þeir væru úr
nllri hættu.
SEMINGUR (hlœr): Ja — svoddan skáldskapur. — En ekki þar fyrir, að
cg hef víst heyrt þessa þjóðsögu áður, en maður er nú enginn fáviti.
BJARNI: Ó -sei-sei-sei-nei. Gerðu hara grín að þessu, ef þér þóknast; ég
hjóst hvort sem var ekki við því, að þessi saga félli í frjóvan jarðveg lijá
þér eða öðrum tízku-þrælum. — En þið hefðuð kannske golt af að átta ykkur
a því, að það er ekkert nýmæli lengur að telja allar þjóðsög’ur bull og
endemi.
SEMINGUR: Ég held, að það vanti svo sem ekki þjóðsagna-dekrið hjá
ykkur, þessum afturhaldslörfum, sem eruð að dragnast margar aldir bak við
timann. Ég veit jafnvel ekki betur en að sumir af þeim, sem þið kallið skáld,
seu enn þann dag í dag að bolast við úreltan þjóðsagna-þvætting. En auð-
'itað hvarflar það ekki að nokkru viti bornu nútímaskáldi að leggja sig
niður við slíkt.
BJARNI: Nei, auðvitað ekki. Vissulega hæfir það ekki hámenningu nú-
tímans að gefa þjóðtrú eða þjóðsögum gaum. (Eins og við sjáljan sig): Nú-
timinn, — það er nú tími, sem vert er 'um að tala — með tvær alheims-
styrjaldir á samvizkunni, og guð veit hvað, svona undir niðri. Það er svo
sem ekki furðulegt, þó að nútíma-maðurinn sé upp með sér. (Hlœr.) — En
heyrðu, Semingur. Ekki vænti ég að til sé einhver nútíma-rökvísi?
SEMINGUR (úrillur): Hvað áttu við?
BJARNI: Ég get einhvern veginn ekki komið því til að standast á, að
einmitt þið, sömu mcnnirnir, sem ætlið að umhverfast, ef einliverju skáldi
verður á að leggja þjóðsögu til grundvallar fyrir leik eða ljóði, dæmið hins
vegar öll þau tónskáld óalandi og óferjandi, sem eitthvað annað liggur eftir
en lítt þreyttar afskriftir af miðalda-ríinnalögum og öðrum fruinstæðum
tónhendinguin, sem með engu minni rétti mætti kalla þvætting en þjóð-
sögurnar.
SÉMINGUR: Eins og það sé nokkuð líku saman að jafna. Þjóðlögin eru
sú tónlist, sem þjóðin sjálf hefur skapað. En þjóðsögurnar, flestar, eru ekki
snnað en 'uppspuni og ímyndun andlega og líkainlega volaðra og þrælkaðra
veslinga og auk þess fullar af villukenningum og hindurvitnum, sem við, i
klúhbnuin, getum ekki liðið, að verið sé að lialda að þjóðinni.
BJARNI: Þarna er rökvísin ykkar lifandi komin. Þjóðsögurnar, sem
hjóðin hefur skapað, eru afkvæmi volaðra veslinga, og þess vegna til
einskis nýtar. En þjóðlögin, sem þjóðin hefur einnig skapað samtímis þjóð-