Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 83
eimreiðin
SÆLUHÚSIÐ VIÐ DAUÐAGIL
179
SVIPURINN: Það bannar enginn þér neinar bjargir. Þú féllst á þínum
eigin verk'am, en ég stend með mínum.
SÁ FANNBARÐI (bendir á rúmin): Þessum þarna ætlaði ég að ná á milt
vald í gær. Ilvaðan fékkst þú kraft til að láta þá elta þig hingað?
SVIPURINN: Hugsanir lifandi manna gefa mér mátt til að bjarga þeim,
af því að þeir hafa áttað sig á, að ég var það, sem ég þóttist vera, og af
því, að þær af vörðunum mínum, sem ykkur entist ekki manndómur til að
jafna við jörðu, standa ennþá, þeim til leiðbeiningar. En þú ert fyrir löngu
veginn og léttvægur fundinn. Þess vegna megnar þú ekki lengur að leiða
fólk til glötunar, sem betur fer.
SÁ FANNBARÐI (hvœsir): Hrak, hrak. (Gerir sig líklegan til árásar.)
SVIPURINN (bandar frá sér): Burt héðan, niður í bælið þitt, og eigðu
aldrei aftarkvæmt þaðan. Of margir finnast þínir líkar samt.
(Sá fannbarSi hrökklast öfugur út. Vaxandi birta.)
BJARNI (rís upp viö olnboga. Fagnandi): Guði sé lof. — Þú ert þá kom-
inn aftur. — Hvar hefurðu verið?
SVIPURINN: Sofðu, Bjarni — sofðu.
BJARNI: Það verðar nú ekkert af því, fyrst að þú ert kominn aftur.
Okkur varð svo hverft við, þegar við söknuðum þín í gærkvöld, að við
gátum naumast afborið það.
SVIPURINN: Sofðu, Bjarni.
BJARNI (hallast út af): Það var annars ekkert skemmtilegt, sem mig var
að dreyma. Mér þótti einliver gustillur náungi — ég held helzt, að það
hafi verið draugur — snarast hér inn úr dyrunum og þruma yfir mér vísu.
Ætlaði liann síðan að draga mig fram úr rúminu, en i því kom einhver mér
til lijálpar og bægði lionum frá.
SVIPURINN: Draumur og ekki draumur, Bjarni. Það var hann, sem týndi
af sér níu mönnum hérna í Dauðagilið og fórst sjálfur með þeim. Sagan er
sönn, alltof sönn.
BJARNI: Viltu ekki fá þér bita, kunningi? Það er matur þarna á borðinu.
SVIPURINN: Það var hann, sem hægði hæfum mönnum frá að geta notið
sín — og öðrum frá að geta' notið þeirra.
BJARNI (fœrir sig til í rúminu): Viltu ekki leggja þig?
SVIPURINN: Það var hann, sem með monti, frekju og áhyrgðarleysi
tranaði sér fram til starfa, sem hann var óhæfur til að leysa af hendi.
SEMINGUR (upp úr svefninum): Hann er vitlaus, — liann er hættulegur.
— Rektu helvítið út. Rektu helvítið út.
SVIPURINN: Hann er sífellt að fylla Dauðagil með villtra manna líkum.
BJARNI: Þú ert yfirfallinn af þreytu, eftir allt erfiðið í gær og nólt.
Komdu nú, og leggðu þig hérna lijá mér, kunningi.
SVIPURINN: Hann lifir hvarvetna á lognu hóli uin sjálfan sig og lognu
niði um aðra. (Bendir á Seming): Þarna er þessi, á leið til höfuðstaðarins,
til að láta miðstjórn ómennskunnar sæma sig verðlaunum fyrir einskisvert
leirhnoð. Það er allt vandlega ’undirbúið, og tilgangurinn er einkum sá að
kveða góðskáldin niður, svo leiruxarnir geti verið einir um hituna.