Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 100
196
FINNSKAR BÓKMENNTIR
EIMREIÐIN
að stundum gleymdi liann í ákafanum að leggja á metaskálina
þann anda samlieldninnar, sem ósjálfrátt samtengir þjóðirnar.
En Finnland átli annan sænskan son, sem með lífsstarfi sínu
sannaði þá skoðun, að sænsk-finnski menningararfurinn er óað-
skiljanlegur. Þessi maður var liið heimsfræga skáld Johan Ludvig
Runeberg (1804—77), sem erfði Kantelen, strengjaspil Wainá-
möinens, lykilinn að hjarta finnsku þjóðarinnar.
J. L. Runeberg var í fyrstunni heimiliskennari í afskekktri
sveit, þar sem fólkið lifði við gamla siði. Síðar varð hann hæði
kennari og ritstjóri í Helsingfors, og síðustu ár ævi sinnar kenndi
hann við menntaskólann í Borgá. Meðan liann var í sveitinni,
lærði hann finnsku af bændunum þar, og meðal þeirra gerði hann
uppkastið að liinum fræga ljóðabálki „Fánrik Stáls ságner“, sem
liann seinna gaf út í Helsingfors. Það er auðugt myndasafn af
föllnum hetjum og fullhugum þjóðarinnar frá styrjöldinni við
Rússland árið 1808—09. I kvæðabálkinum koma fyrir sjónir
menn á öllum aldri, af öllum stéttum, bæði ungir og gamlir,
karlar og konur. En liversu ólíkt sem þetta fólk er bæði að útliti
og í hugsunarhætti, er þó eitt sameiginlegt í lífi þess: kærleikur-
inn til föðurlandsins. Það er liugmikið norrænt hjarta, sem slær i
brjósti þess. Og af þess liáttar lijartalagi skal frelsi Finnlands
vaxa í friði við allar þjóðir, en þó aldrei lúta mannvonzku ne
ósannindum.
Ekkert finnskt skáld liefur náð hærra, listrænt og þjóðernislega
séð, heldur en J. L. Runeberg í „Fánrik Stáls ságner“. Hann hefur
í ljóðaflokki þessum túlkað örlagaríkan kafla í sögu þjóðarinnar,
styrjöldina við Rússland og allar þær þjáningar, sem af lieniu
leiddu, og rist svip finnsku þjóðarinnar í ljóð, sem liafa hertekið
hug og lijörtu mann fram af manni.
Það er þó í öðrum ljóðabálki, að hann hefur belur túlkað anda
en svip og dregið huluna frá því, sem gerir Finna sterka og þol'
góða í mörgum raunum. 1 kvæðinu „Gröfin í Pilierro“, segu'
liann frá ríkum bónda, sem lifði á ríkri arfleifð. Synir hans, sem
ekkert þurftu að gera, uxu því upp við leti og ódugnað. Það, sem
festir rætur í hjörtum þeirra, er ekki bróðurkærleikur, lieldur
óánægja og hatur. Skáldið sér syni Finnlands þroskast á sama
hátt, og hann ákveður því að lifa einlífi, því liann vill ekki fyll;l
jörðina duglausum letingjum. En svo kemur liinn óhamingjusanU