Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1945, Side 102

Eimreiðin - 01.04.1945, Side 102
198 FINNSKAR BÓKMENNTIR eimbrtðin almennings. Ekki aðeins sem skáld, lieldur einnig sem ritstjóri við „Helsingfors Tidningen“, vann Topelius ötult að endurreisn þjóðarinnar. A ungum aldri gekk Zacliarias Topelius í skóla í Uleáborg, sem þá var næst stærsta borg landsins. Hann las Kalevala í sænskri þýðingu, og hann vihli eins og J. L. Runeberg, að finnskan hefði jafnrétti við sænskuna. Þetta olli á tímahili deilum milli lians og Joh. Snellmanns, sem vildi, að finnskan skyldi vera ein- asta tungumálið í Finnlandi. Topelius varð seinna meistari í sögu, og hann reyndi í mörgum vel rituðum blaðagreinum að vekja áhuga þjóðarinnar fyrir arfleifð hennar frá þeim ættum, sem mikið liafði verið í spunnið. Það þurfti á þeim tíma sérstaka málfimi til að skrifa þess háttar ritgerðir, því eftir hina mis- heppnuðu byltingu árið 1848 ákváðu Rússar, hvað mætti prenta í Finnlandi. Það mátti lielzt ekki nefna neina nýtilega eiginleika hjá finnska kynstofninum, án þess að samtímis væri lögð áhersla á, að allt þetta ættu Finnar Rússlandi að þakka. Maður varð því að sigla inilli skers og báru. Það eru ugglaust fá skáld í Finnlandi, sem liafa haft mein þýðingu fyrir æskulýðinn en Zacliarias Topelius. Hann líktist í þeim skilningi Matthíasi Jochumssyni, að hann hafði knýjandi löngun til að gera æskuna hluttakandi í hugðarefnum sínum, því hann trúði stöðugt, að glæsilegast væri stýrt og stefnt þar, sem bjartsýn og vonglöð æska væri með í förinni. Og lians blíða og rómantiska ritmál, sem er eins og sólskin á morgunvotum glugga, náði einnig tökum á æskunni. Ljóð lians eru endurskin óvið- jafnanlegs hreinleiks hugsunarinnar og vinna því hjarta ungra og gamalla, enda eru ritverk hans mjög víðlesin enn þann dag í dag- Vinsælustu verk Topeliusar eru „Ljungblommor“ (Lyngblóm), þrjú bindi af kvæðum, sem eins og allur skáldskapur lians, eru þrungin af þrá eftir frelsi og endurreisn þjóðarinnar, og svo hið rómantiska finsk-sænska sögulega myndaval. „Sögur herlækn- isins“, sem Matthías Jochumsson þýddi. Topelius segir þar fra tímabilinu milli konunganna Gustafs Adolfs II. og Gustavs III. J. L. Runeberg og Z. Topelius styrktu meira en nokkrir aðrir persónulega endurreisn finnsku þjóðarinnar, og samtímis styrktu þeir menningarlegt samband Finnlands við Norðurlönd, því starf þeirra í þágu Finnlands eyddi mörgum viðsjárverðum deilum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.