Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 102
198
FINNSKAR BÓKMENNTIR
eimbrtðin
almennings. Ekki aðeins sem skáld, lieldur einnig sem ritstjóri
við „Helsingfors Tidningen“, vann Topelius ötult að endurreisn
þjóðarinnar.
A ungum aldri gekk Zacliarias Topelius í skóla í Uleáborg,
sem þá var næst stærsta borg landsins. Hann las Kalevala í
sænskri þýðingu, og hann vihli eins og J. L. Runeberg, að finnskan
hefði jafnrétti við sænskuna. Þetta olli á tímahili deilum milli
lians og Joh. Snellmanns, sem vildi, að finnskan skyldi vera ein-
asta tungumálið í Finnlandi. Topelius varð seinna meistari í
sögu, og hann reyndi í mörgum vel rituðum blaðagreinum að
vekja áhuga þjóðarinnar fyrir arfleifð hennar frá þeim ættum,
sem mikið liafði verið í spunnið. Það þurfti á þeim tíma sérstaka
málfimi til að skrifa þess háttar ritgerðir, því eftir hina mis-
heppnuðu byltingu árið 1848 ákváðu Rússar, hvað mætti prenta
í Finnlandi. Það mátti lielzt ekki nefna neina nýtilega eiginleika
hjá finnska kynstofninum, án þess að samtímis væri lögð áhersla
á, að allt þetta ættu Finnar Rússlandi að þakka. Maður varð því
að sigla inilli skers og báru.
Það eru ugglaust fá skáld í Finnlandi, sem liafa haft mein
þýðingu fyrir æskulýðinn en Zacliarias Topelius. Hann líktist í
þeim skilningi Matthíasi Jochumssyni, að hann hafði knýjandi
löngun til að gera æskuna hluttakandi í hugðarefnum sínum, því
hann trúði stöðugt, að glæsilegast væri stýrt og stefnt þar, sem
bjartsýn og vonglöð æska væri með í förinni. Og lians blíða og
rómantiska ritmál, sem er eins og sólskin á morgunvotum glugga,
náði einnig tökum á æskunni. Ljóð lians eru endurskin óvið-
jafnanlegs hreinleiks hugsunarinnar og vinna því hjarta ungra og
gamalla, enda eru ritverk hans mjög víðlesin enn þann dag í dag-
Vinsælustu verk Topeliusar eru „Ljungblommor“ (Lyngblóm),
þrjú bindi af kvæðum, sem eins og allur skáldskapur lians, eru
þrungin af þrá eftir frelsi og endurreisn þjóðarinnar, og svo
hið rómantiska finsk-sænska sögulega myndaval. „Sögur herlækn-
isins“, sem Matthías Jochumsson þýddi. Topelius segir þar fra
tímabilinu milli konunganna Gustafs Adolfs II. og Gustavs III.
J. L. Runeberg og Z. Topelius styrktu meira en nokkrir aðrir
persónulega endurreisn finnsku þjóðarinnar, og samtímis styrktu
þeir menningarlegt samband Finnlands við Norðurlönd, því starf
þeirra í þágu Finnlands eyddi mörgum viðsjárverðum deilum,