Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 119
eimreiðin
PONTE CAPRIASCA
215
mér þessi undarlega sýn á aðalgötu þorpsins, og það var ekki
laust við, að ég fyndi til meðaumkunar með hinum unga kúasmala,
sem laut þarna nákvæmlega sömu örlögum og ég sjálfiu- liafði
lotið um morguninn.
Eftir örfáar mínútur kem ég að aðaltorgi þorpsins, — en sér-
hvert þorp í Suður-Sviss hefur torg, þar sem þorpsbúar liittast eftir
miðdegisverðinn, að aflokinni vinnu á kvöldin eða um helgar.
Þessi torg eru allajafna kringum brunninn, þar sem kúnum, ösn-
unum og geitunum er vatnað bæði kvölds og morguns. En þar þvo
konur þvotta sína, þar er miðstöð slúðursagnanna, þar totta karl-
mennirnir pípur sínar og þar rífast þeir um stjórnmál af svo
miklum liita, að ómurinn berst um þvert og endilangt þorpið.
Frá Tessarete liggur leiðin yfir hæðardrag sem Sala heitir.
Vegurinn er góður, og útsýni yfir nágrennið er ágætt. Ég sé þorp
rísa við þorp, hvítleit á lit, umgirt gulum ökrum og grænum kál-
görðum; ég sé fölnandi haustlitina á laufblöðum trjánna, og ég
sé þennan undursamlega og sterka bláma á fjöllunum í kring,
sem einkennir svo mjög landslagið á þessuin slóðum. Alls staðar
er fólk að vinna, flest vinnur að uppskeru, en sums staðar plægja
hændur akra sína undir vetrarsáningu með stórum og sterklegum
öautum, er ganga fyrir plóginum, eða konur bera á völlinn í
burðarkörfum sínum. Hvarvetna er unnið af kappi, þrátt fvrir sól-
skinið og þvingandi hita.
1 brattri fjallshlíð beint á móti mér gnæfir stór og mikil bygg-
mg, að vísu lielzt til kuldaleg og grá í þessu sólríka landi, en þrátt
fyrir allt svipmikil og tíguleg. Þessi bygging kom mér kunnuglega
fyrir sjónir, því þar uppi hafði ég verið tvisvar sinnum nokkrum
árum áður. Þótt stórhýsi þetta minni einna mest á víggirta ridd-
arahöll eða traustlegt fangelsi, þá er hér um hvorugt að ræða,
lema ef kalla mætti það fangelsi andans, því þetta er klaust-
Ur fyrir munka og heitir Bigorio. Munkarnir þar uppi eru
ákaflega greiðviknir og gestrisnir, en í annað skiptið sem ég kom
þangað, fór gestrisnin að nokkru leyti út um þúfur, því að með
mér var kvenfólk. Það var ekki við það komandi, að stúlkumar
fengju að koma inn fyrir húsdyr, en mér sýndu þeir klaustrið
bátt og lágt, klefana sína, klausturskirkjuna, bókasafn og stór-
merkileg náttúrufræðileg söfn. Hitt skiptið, sem ég var í Bigorio,
er mér þó enn minnisstæðara. Það var á kyrru og fögru haust-