Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1945, Page 119

Eimreiðin - 01.04.1945, Page 119
eimreiðin PONTE CAPRIASCA 215 mér þessi undarlega sýn á aðalgötu þorpsins, og það var ekki laust við, að ég fyndi til meðaumkunar með hinum unga kúasmala, sem laut þarna nákvæmlega sömu örlögum og ég sjálfiu- liafði lotið um morguninn. Eftir örfáar mínútur kem ég að aðaltorgi þorpsins, — en sér- hvert þorp í Suður-Sviss hefur torg, þar sem þorpsbúar liittast eftir miðdegisverðinn, að aflokinni vinnu á kvöldin eða um helgar. Þessi torg eru allajafna kringum brunninn, þar sem kúnum, ösn- unum og geitunum er vatnað bæði kvölds og morguns. En þar þvo konur þvotta sína, þar er miðstöð slúðursagnanna, þar totta karl- mennirnir pípur sínar og þar rífast þeir um stjórnmál af svo miklum liita, að ómurinn berst um þvert og endilangt þorpið. Frá Tessarete liggur leiðin yfir hæðardrag sem Sala heitir. Vegurinn er góður, og útsýni yfir nágrennið er ágætt. Ég sé þorp rísa við þorp, hvítleit á lit, umgirt gulum ökrum og grænum kál- görðum; ég sé fölnandi haustlitina á laufblöðum trjánna, og ég sé þennan undursamlega og sterka bláma á fjöllunum í kring, sem einkennir svo mjög landslagið á þessuin slóðum. Alls staðar er fólk að vinna, flest vinnur að uppskeru, en sums staðar plægja hændur akra sína undir vetrarsáningu með stórum og sterklegum öautum, er ganga fyrir plóginum, eða konur bera á völlinn í burðarkörfum sínum. Hvarvetna er unnið af kappi, þrátt fvrir sól- skinið og þvingandi hita. 1 brattri fjallshlíð beint á móti mér gnæfir stór og mikil bygg- mg, að vísu lielzt til kuldaleg og grá í þessu sólríka landi, en þrátt fyrir allt svipmikil og tíguleg. Þessi bygging kom mér kunnuglega fyrir sjónir, því þar uppi hafði ég verið tvisvar sinnum nokkrum árum áður. Þótt stórhýsi þetta minni einna mest á víggirta ridd- arahöll eða traustlegt fangelsi, þá er hér um hvorugt að ræða, lema ef kalla mætti það fangelsi andans, því þetta er klaust- Ur fyrir munka og heitir Bigorio. Munkarnir þar uppi eru ákaflega greiðviknir og gestrisnir, en í annað skiptið sem ég kom þangað, fór gestrisnin að nokkru leyti út um þúfur, því að með mér var kvenfólk. Það var ekki við það komandi, að stúlkumar fengju að koma inn fyrir húsdyr, en mér sýndu þeir klaustrið bátt og lágt, klefana sína, klausturskirkjuna, bókasafn og stór- merkileg náttúrufræðileg söfn. Hitt skiptið, sem ég var í Bigorio, er mér þó enn minnisstæðara. Það var á kyrru og fögru haust-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.