Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 121
eimreiðin
PONTE CAPRIASCA
217
Vinci í Santa Maria delle Grazie í Mílanó. Og það er jafnvel
ennþá merkilegra, að enginn liefur liugmynd um, liver málað
hefur eftirmyndina í Ponte Capriasca. En hins vegar ber öllum
saman um það, að hún sé gerð af alveg frábærri snilld, og menn
hafa getið sér þess til, að hún væri máluð af hinum alkunna læri-
sveini Vincis, Francesco Melzi.
Vegna þess, að Leonardo da Vinci málaði mynd sína í Santa
Maria delle Grazie með olíulitum, hefur hún eyðilagzt, svo að
nú er ekki nema skuggi eftir af hinu meistaralega listaverki hans,
en hins vegar hefur málverkið í Ponte Capriasca haldið sér prýði-
lega allt fram á þennan dag. Nú streyma þúsundir manna, listvina
og listamanna, til hins litla og afskekkta Tessinarþorps, og þangað
er í livert skipti leitað ráða, þegar endurbæta þarf málverk Vincis
í Mílanó. En til þ ess að menn geti gert sér einhverjar hugmyndir
um verðmæti þessa málverks, þá má geta þess, að Aineríkumenn
hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá málverkið keypt. Þeir liafa
hoðið í það 100 000 sterlingspund, en samt ekki fengið það.
Frægð „Kvöldmáltíðarinnar“ eftir Leonardo 'da Vinci livílir
ekki fyrst og fremst á forminu, jafnvel þótt það sé dásamlegt, og
það hvílir heldur ekki á anda né táknræni, heldur livílir frægðin
umfram allt á nýju listalögmáli og broti gegn áður ríkjandi regl-
um í málaralist. Vinci var einhver öflugasti og gáfaðasti boðberi
Renaissance-tímabilsins eða endurreisnarstefnunnar í listum og
vísindum í lok miðaldanna. Fram á hans daga höfðu verið málaðar
þúsundir mynda af Jesú Kristi, en á þessum myndum liafði hann
undantekningarlítið gullbaug í kringum liöfuðið, eins og að öll
gullgræðgin og auragirndin, sem hefur liaft endaskipti á heirn-
inunt, liafi stafað frá honum. Og í öðru lagi hafði Kristur alltaf
verið málaður eins og lioruppdregin kventnska, sem alin er upp
á sveit við vont viðurværi, sem aldrei hefði mátt afla sér sjálf-
stæðra skoðana, en kemst svo óviljandi í ástasamband við karl-
niann, skammast sín fyrir það og þorir ekki að líta upp. Hvar sem
maður sá málverk af verulegri rolu eða sauðarlegu gerpi, ]iá mátti
ganga út frá því vísu, að þetta væri málverk af Jesú Kristi.
En Leonardo da Vinci gengur eigin götur með dæmafárri dirfð.
Og dirfð lians var þeim mun aðdáanlegri, sem kirkjuvaldið var í þá
daga eittlivert hið bitrasta íhaldsvopn, sem nokkru sinni hefur
fíkt. Þráll fyrir það dirfðist Vinci að neita guðdómi Krists, en