Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Page 38

Eimreiðin - 01.07.1947, Page 38
190 ÍSLAND — EYLAND EIMRKtt'tV Lengst af, eða þar til síðasta heimsstyrjöld hófst og flugferðir hefjast til landsins fyrir alvöru, hefur vort kæra land verið í hugum erlendra þjóða og vor sjálfra, sakir nafnsins, fjarlægára meginlandi Evrópu og Ameríku en það er að hnattstöðu. Hefur fjarlægðin ásamt fornritunum verið þjóðinni hjálp til varðveizlu tungunnar og öðru fremur átt sinn þátt í því að móta liugarfar hennar og lífsviðhorf og skapa hina sérstæðu menningu, sem erfitt liefur reynzt að fá erlendar þjóðir til að viðurkenna. Nafn landsins og tunga þjóðarinnar hefur gert erfiðari aðstöðu til gagnkvæmrar kynningar við þjóðir veraldar. Fjarlægð og kvrrð vekur hugsun, gerir liugann fleygan og gefur ímyndunaraflinU byr undir vængi. Hér voru því skilyrði til andlegra starfa, sagna- ritunar og ljóðagerðar. Fornbókmenntirnar, sem þjóðin er kunn- ust fyrir, hafa, ef til vill, orðið til sakir fjarlægðar landsins. Su kynslóð, sem nú er ofar moldu, hefur lifað lífi sínu í gleði og sorg í landi feðranna, og allar liennar minningar eru tengdar Islandsnafninu. En ævi kynslóðanna er stutt hér á jörðu. Fyrr en varir er þessi horfin af sjónarsviðinu og önnur tekin við, og þannig verður það um alla framtíð kynslóð eftir kynslóð. Atburðir gerast, rás viðburðanna rennur fram, og saga hinna nýju kynslóða verður skráð. Allt myndi nú tengjast liinu nýja nafni, Eylandú sem kæmi til að vekja endurminningar seinni kynslóða, svo sem Islandsnafnið hefur vakið hjá þeim fyrri. Það er eittlivað heillandi og frjálst við nafnið Eyland, sbr. þessar ljóðlínur Steph. G. Stephanssonar: „Fjarst í eilífðar útsse vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“. Þjóðin er nú farin að gefa náttúru landsins meiri gaum, lesa bók hennar og skilur hana nú betur en áður var. Listamenn, skáld og ritliöfundar tjá landið og menningu þjóðarinnar í líniun, litum, tónum og list orðsins og skapa með því hvert listaverkið öðru fegurra. Hér er ekki að líta land ísa og kulda með jökul- breiðum og Eskimóabyggðum. Hér er nýtt land, álfu vorrar yngsta land, land menningar, fegurðar og tignar með nýrri kyn- slóð, nýjum möguleikum og væntanlega nýju nafni. Þá mun nafnið Eyland hljóma af vörum æskunnar og komandi kynslóða og vekja hugmyndir um land ævintýra og frelsis, land, sem engini

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.