Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.07.1947, Blaðsíða 66
218 STEINKOPF-HJÓNIN EIMltlfllElN „Ef ég á að skera liann upp“, sagði læknirinn, „verður það að gerast þegar í stað“. „Ég ætla að 6pyrja dómarann, hvað gera skuli“, mælti fanga- vörðurinn. „Ég tek ekki á mig ábyrgðina í svo vandasömu máli“- Og Klio fangavörður talaði við dómarann og skýrði honum frá hættu þeirri, sem vofði yfir Steinkopf hershöfðingja, að hann kynni að andast fyrir aftöku sína, nema til skjótra ráð- stafana yrði gripið. Dómarinn skildi alla málavöxtu þegar í stað og kvað í skyndi upp þann úrskurð, að Steinkopf hershöfðingi skyldi skorinn upp án tafar og aftöku lians frestað, unz hann væri orðinn frískur aftur. Dillon læknir hafði búizt við þessum málalokum og skýrði nú hjúkrunarkonunni frá því í fám orðum, hvað stæði til. Hjúkr- unarkonan, systir Grace, var ekki vön að velta lengi fyrir sér skipunum Dillons læknis, lieldur framkvæma þær þegar í stað, enn síður mundi liún leyfa sér að rökræða þær og allra sízt mótmæla þeim. En í þetta sinn lienti hana það, sem aldrei hafði komið fyrir áður í margra ára samstarfi þeirra, henni féllust hendur, í stað þess að taka til starfa. Hún leit stórum, spyrjandi augum á lækninn, og áður en liún vissi af, hafði hún sleppt hugsun sinni lausri fram á varirnar: „Já, en á ekki að taka liann af lífi í fyrramálið?11 Dillon læknir leit snöggt við. Varirnar bærðust, eins og liann ætlaði að segja eitthvað. En liann sagði ekkert, aðeins hnyklaði brýnnar, ræskti sig ofurlítið, bandaði hendinni óþolinmóðlega, vatt sér við með snöggri lireyfingu. Svo var því samtali lokið, og þau tóku bæði til starfa, þögul og ákveðin. Þau höfðu oft áður lijálpast að því að bjarga mönnum úr dauðans greipum. Og meðan Steinkopf hershöfðingi lá á skurðarborðinu, beitti Dillon læknir allri snilld sinni til að bjarga lífi lians, og honuin datt ekki eitt augnablik í hug að binda endi á ævi hins dænida manns, þó að liann hefði getað gert það með einu svo litlu hnífs- bragði, að jafnvel systir Grace hefði ekki orðið þess vör. Enginn veit, livað hún hugsaði, meðan hún dreypti svæó' lyfinu í svampinn yfir vitum sjúklingsins. Skurðurinn tókst ágætlega, og hershöfðinginn var lagður 1 mjúkt sjúkrarúm, svo að honum gæti batnað. Þannig sótti frú Steinkopf að, er hún kom í fangelsið un>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.