Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 66

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 66
218 STEINKOPF-HJÓNIN EIMltlfllElN „Ef ég á að skera liann upp“, sagði læknirinn, „verður það að gerast þegar í stað“. „Ég ætla að 6pyrja dómarann, hvað gera skuli“, mælti fanga- vörðurinn. „Ég tek ekki á mig ábyrgðina í svo vandasömu máli“- Og Klio fangavörður talaði við dómarann og skýrði honum frá hættu þeirri, sem vofði yfir Steinkopf hershöfðingja, að hann kynni að andast fyrir aftöku sína, nema til skjótra ráð- stafana yrði gripið. Dómarinn skildi alla málavöxtu þegar í stað og kvað í skyndi upp þann úrskurð, að Steinkopf hershöfðingi skyldi skorinn upp án tafar og aftöku lians frestað, unz hann væri orðinn frískur aftur. Dillon læknir hafði búizt við þessum málalokum og skýrði nú hjúkrunarkonunni frá því í fám orðum, hvað stæði til. Hjúkr- unarkonan, systir Grace, var ekki vön að velta lengi fyrir sér skipunum Dillons læknis, lieldur framkvæma þær þegar í stað, enn síður mundi liún leyfa sér að rökræða þær og allra sízt mótmæla þeim. En í þetta sinn lienti hana það, sem aldrei hafði komið fyrir áður í margra ára samstarfi þeirra, henni féllust hendur, í stað þess að taka til starfa. Hún leit stórum, spyrjandi augum á lækninn, og áður en liún vissi af, hafði hún sleppt hugsun sinni lausri fram á varirnar: „Já, en á ekki að taka liann af lífi í fyrramálið?11 Dillon læknir leit snöggt við. Varirnar bærðust, eins og liann ætlaði að segja eitthvað. En liann sagði ekkert, aðeins hnyklaði brýnnar, ræskti sig ofurlítið, bandaði hendinni óþolinmóðlega, vatt sér við með snöggri lireyfingu. Svo var því samtali lokið, og þau tóku bæði til starfa, þögul og ákveðin. Þau höfðu oft áður lijálpast að því að bjarga mönnum úr dauðans greipum. Og meðan Steinkopf hershöfðingi lá á skurðarborðinu, beitti Dillon læknir allri snilld sinni til að bjarga lífi lians, og honuin datt ekki eitt augnablik í hug að binda endi á ævi hins dænida manns, þó að liann hefði getað gert það með einu svo litlu hnífs- bragði, að jafnvel systir Grace hefði ekki orðið þess vör. Enginn veit, livað hún hugsaði, meðan hún dreypti svæó' lyfinu í svampinn yfir vitum sjúklingsins. Skurðurinn tókst ágætlega, og hershöfðinginn var lagður 1 mjúkt sjúkrarúm, svo að honum gæti batnað. Þannig sótti frú Steinkopf að, er hún kom í fangelsið un>

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.