Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 54

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 54
bimreiðin ísland 1946. Stutt yfirlit. Svo sem venja hefur verið undanfarið um nálega tuttugu ára skeið, birtist enn hið árlega yfirlit um atvinnuvegi og annan þjóðarbúskap landsmanna, eftir því sem lieimildir eru fyrir hendi og rúm leyfir. Þetta árlega yfirlit er, að sjálfsögðu, aðeins ágrip til þess að gefa heildarsýn um atvinnurekstur og árlega afkomu Islendinga, en í því verður að sleppa mörgum atriðum, sem minna máli skipta og ekki eru nauðsynleg í stuttu yfirliti. Vér höfum fengið ýmsar Gannanir fyrir því, að fjöldi lesenda Eim- reiðarinnar og þá einkum þeir, sem erlendis dvelja, vilja mjög eindregið, að þetta árlega yfirlit haldi áfram að birtast hér í ritinu. Vér viljum gjarnan verða við þeim tilmœlum, enda þótt 08S sé ljóst, að hér sé aðallega um safn staðreynda að ræða, án þess að fylgt geti athugasemdir og skýringar, nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Þeim, sem afla vilja sér nánari fræðslu um þessi efni en fyrir kemst í þessu stutta yfirliti, er því ráðlagt að leita til Hagtíðindanna, Árbókar Landsbanka Islands og annarra fræðirita. Veðráttan á árinu 1946 var lík því sem var árið áður, yfirleitt jnild um land allt, grasspretta víðast í meðallagi og nýting góð. Þurrviðri drógu sumsstaðar nokkuð úr grassprettu, en hretviðri á Norður- og Austurlandi um vorið, einkum fyrri hluta júní- mánaðar, hnekktu gróðri. Haustið var gott og veturinn óvenjulega mildur allt til ársloka. Um sumarið var á nokkrum stöðum tekin upp ný heyþurrkunaraðferð, hin svonefnda súgþurrkun, og liefur hún reynzt vel. í Reykjavík var sumarið kaldara en sumarið 1945. Þannig var meðalliitinn í júlí 10,6° C., en 12 stig í sama mánuði sumarið áður. Landbúnaðurinn er smámsaman að færast í nýtt horf, gairilar vinnuaðferðir að leggjast niður, og nýjar fljótvirkari aðferðn*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.