Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 60

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 60
212 ISLAND 1946 eimreiðin 57 ferSir. Um 3500 manns ferðuðust liingað frá Evrópulöndum með skipum þessum. Strandferðirnar annaðist Skipaútgerð ríkis- ins sem áður, og varð tala farþega innanlands 12715. Auk þess fóru skip Eimskipafélags Islands allmargar strandferðir. Helztu símaframkvœmdir á árinu voru: Lagning jarðsíma frá Hvalfirði til Norðurlands, og var því verki ekki lokið á árinu. Sjálfvirka stöðin í Reykjavík var stækkuð og notendasímum í sveitum fjölgað. 1 ágústmánuði 1946 var opnað talsímasamband við England. Á árinu voru send 119,000 (90,600) símskeyti til útlanda, en 106,300 (87,800) símskeyti komu frá útlöndum. Inn- anlandsskeyti urðu lieldur færri en árið áður, eða 341,600 (358,700). Hafnarmannvirki voru unnin í Keflavík fyrir 1225 þús. kr. og í Njarðvík f. 800 þús. kr. Á báðum þessum stöðum á að bvggja liafnir, sem ríkissjóður kostar að öllu leyti. Auk þess var unnið að lendingarbótum og liafnargerðum á 35 stöðum fyrir um 16 millj. kr. Á 14 af þessum stöðum varð kostnaður yfir y2 millj- kr., en þeir staðir voru Akranes, Skagaströnd, Bolungarvík, Isæ fjörður, Þingeyri, Patreksfjörður, Stykkishólmur, Ólafsfjörður, Húsavík, Neskaupstaður, Vestmannaeyjar, Þorláksliöfn, Sand- gerði og Vogar. Til vitaframkvæmda á árinu gengu 0,9 niillj- kr. Byrjað var á nýbyggingarframkvæmdum í Höfðakaupstað a Skagaströnd, og er ætlunin að verja 5 millj. kr. úr ríkissjóði til þeirra framkvæmda. Alls hefur nefnd setuliðsviðskipta keypt fvrir ríkisins liönd vélar, bifreiðar, bragga o. fl. af lierstjórnum Breta og Bandaríkjamanna fyrir rúml. 17y2 millj. kr. á árunum 1945 og 1946. Byggingaframkvœmdir voru miklar á árinu, bæði lijá einstakl- ingum og opinberum stofnunum. Helztu framkvæmdir í raforku- málum var bygging 7500 kw. eimtúrbínustöðvar við Reykjavík og 3500 kw, vatnsaflsstöðvar við Andaldlsfossa, en hvorugu þessu mannvirki varð lokið á árinu. Þá var einnig unnið að orkuveitum til Grindavíkur, Garðs og Sandgerðis, til Eyrarbakka, Selfoss og Stokkseyrar (frá Sogsstöðinni), og til Húsavíkur (frá Laxá)• Ennfremur var lokið við aukningu aflstöðvarinnar í Engidal við Isafjörð og unnið að byggingu rafstöðva í Vestmannaeyjum °S Neskaupstað, o. s. frv. Loks má geta þess, að í Reykjakoti i ölfusi var reist í tilramiaskyni rúml. 40 kw. eimtúrbínustöð, seiU

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.