Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Page 78

Eimreiðin - 01.07.1947, Page 78
EIMREIÐlN Leiklislin. Þjóðleikhúsið. Loks nálgast hin mikla stund, þegar Þjóðleikhúsið verður full- gert. Síðan fyrst var hafizt handa um byggingu eru senn liðin 19 ár. Fá hús hafa verið lengur í smíð- um hér á landi. Húsið var hersetið öll ófriðarárin; það mega kallast „óviðráðanlegar" tafir, en áður hafði sem næst öll vinna við húsið legið niðri í 8 ár. Til þeirrar tafar var stofnað af lítilli fyrirhyggju, því tjónið, bæði vegna hækkaðs byggingarkostnaðar og óarðbærr- ar fjárfestingar, er orðið marg- fallt á við skemmtanaskattinn, sem ríkið tók til sinna þarfa 1932 —1940. Árið 1945 var aftur haf- izt handa um bygginguna, og þá um haustið voru 2,3 milljónir króna eyddar í hússmíðina. Senni- lega er sú upphæð tvöfölduð nú. Vorið 1929, þegar byrjað var að grafa fyrir grunni hússins, voru 310 þús. krónur í Þjóðleikhús- sjóðnum. Gert var ráð fyrir að smíðinni yrði ekki lokið fyrr en 1934, og myndi húsið uppkomið kosta 750 þús. krónur — „eða jafnvel meira“, eins og þar stend- ur. Sennilega mun sú áætlun tí- faldast áður en lýkur. En ekki er að horfa í það. „Margs þarf búið við“. Þjóðin vex með hverju nýju stórhýsi — dönsk kúgun og fjÓS- baðstofan heyra nú einu sinni menningarlega saman liðinni tíð. En Þjóðleikhúsið er ekki aðeins á ytra borði, húsið sjálft. í 19 ár höfum vér horft á eintóma stein- veggina. Þá hefur farið fyrir sum- um eins og fólkinu í þjóðsögunm, þeir sjá álfheima í steininum- Þeim finnst, að allt hljóti að vérða gott, ef leiklistin fær inni í hinn mikla húsi. En íslenzk leiklist verður ekki bergnumin á einm nóttu, hún tekur engum stakka- skiptum flutningsdaginn, og ekki verður hún þjóðlegri, þó hægt verði að sýna „Ævintýri á göngn- för“ á hverfisviði. Það, sem boði verður upp á í Þjóðleikhúsinn verður a. m. k. fyrst í stað hi bezta, sem fékkst í Iðnó, og er þn vonandi, að hvorki falli á Þa hjáræna né rýrð í stórbrotnu um hverfinu. Hitt er annað mál, a umskiptin til hins betra, hva snertir húsnæði, vinnuskily1 tómstundir leikenda til lesturs ®g menntunar og leiksviðstæki, hlJ° að hafa heillarík áhrif, með t* og tíma, á þróun leiklistarinnar í hinu nýja húsi. Með lögum um Þjóðleikhús vai málefnum leikhússins skipað

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.