Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 16

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 16
EIMREIÐIN Biðilskoman. Smásaga eftir Þorstein Stefánsson. Hún var kölluð Gudda, vitlausa Gudda — og það hlógu allir að henni, hún visei það vel, af því að hún var elzta vinnukonan á bænum, og af því að henni hafði aldrei tekizt að ná sér í mann. Jafnvel Sigurður, fjármaðurinn — sem henni hafði þó einu sinni þótt vænt um — henti nú einnig gaman að henni. Já, hann var verstur þeirra allra. Að minnsta kosti sveið mest imdan stríðni hans. Hann var sjálfsagt búinn að gleyma, live margan sunnudagsmorguninn hún hafði gefið fyrir hann í fjárhúsin, til þess að hann þyrfti ekki að fara eins snemma á fætur ■—■ eða öll skiptin, sem hún hafði fært honum kaffið í rúmið. En ef til vill hafði hann aldrei ætlað sér annað en gera gys að henni, ef til vill var það tómt fals frá upphafi til enda. Ó, hvað hún hataði fals. Eins og hún vissi ekki, að Sigurður var falskur og hafði alltaf verið það! Allir voru falskir. Gudda skaraði heiftarlega í eldinum. Hann vildi ekki loga; og eftir hálftíma átti miðdegismaturinn að vera tilbúinn. Það var lieldur ekki von, að eldurinn logaði hjá henni. Það var aldrei annað en blautur mór þá vikuna, sem hún var í eldhúsinu. Það var dálítið annað, þegar ungu stúlkumar voru þar. Þá var mórinn þurr, og þá vantaði ekki uppkveikju á morgnana; Sigurður sa um það. Ætli þú getir þá logað! Gudda hellti drjúgum sopa úr olíu* flöskunni yfir rjúkandi mókögglana og skellti hurðinni á eld- stæðinu liranalega aftur. Það brakaði og snarkaði í eldinuni, öll vélin hristist. Svo rétti Gudda úr sér, gekk að eldhúsbekknum og tók að skera sundur fiskinn. * Þarna stóð liún, mjó og mögur, í dökkum, slitnum kjól og nie gauðrifna eldhússvuntu. Svuntan hafði farið þannig daginn áður í viðureign þeirra Sigurðar, þegar stríðni lians hafði endað i handalögmálum milli þeirra. Hún var lioruð og gremjuleg 1 andliti, augun rauð og þrútin af aUt of miklum gráti.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.