Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 20

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 20
100 BIÐILSKOMAN EIMREIÐIN mórinn kannski þurrari en hjá sumum öðruin — og ég er birgur af slátri og saltfiski frá því í hitt eð fyrra ...“. Hann ætlaði að segja miklu meira, en Gudda stanzaði orða- strauminn. Hún var farin að gráta. „Já, ég hef alltaf óskað, alltaf vonað, að þú kæmir ... Jón — Jón — ég elska þig“. Hún leitaði ósjálfrátt að liöndum lians. En Jón hafði komið þeim fyrir um mitti hennar og þrýsti fast — eins og karlmaður. Þegar Gudda kom heim í eldhúsið aftur, voru allir setztir að borði. Húsfreyja var allfasinikil við eldavélina. Grauturinn var brunninn við, og fiskurinn soðinn í mauk. En að þessu sinni höfðu ákúrur húsfreyju engin álirif á Guddu. Rjóð í kinnum og með Ijóma í augum fór liún að bera á horð fyrir hitt fólkið. Hún lofaði húsfreyju að rausa nokkra stund. Svo gekk liún til hennar og lagði handlegginn um liálsinn á henni, eins og hún væri allt í einu orðinn jafningi hennar — og nú í fyrsta skipti rann það upp fyrir Sigurði fjármanni, sem sat á eldhússbekknum og skotraði til hennar augunum, að andlit Guddu væri í rauninni bara snoturt. „Þú verður að fyrirgefa, góða húsmóðir“, livíslaði hún, en þó svo hátt að allir gátu heyrt, „það kom piltur að biðja mín“. Bókasafnið í British IMuseum. British Museum í London er eittlivert stærsta safn, sem til er í heiminum- I sjálfu hókasafninu þar eru 3,200,000 hindi hóka og 56,000 handrit. Bóka- hillur safnsins eru samtals um 90 km. að lengd. Bókasafnið var stofnað árið 1753, en opnað til afnota fyrir almenning árið 1759. Lestrarsalurinn miklh sem byggður var árið 1857, hefur horð og sæti fyrir um 500 lesendur. Þesiu mikli liringlaga salur er 140 fet að þvermáli og hvolf lians 106 feta hatt. hvolfgluggarúðurnar eru skráð nöfn 20 frægustu skálda og rithöfunda, sem bókmenntasaga Gnglendinga kann frá að greina. Af öðrum safndeildum í British Museum má nefna höggmyndasafnið, fornleifasafnið, gimsteinasafnið, myntsafnið og frímerkjasafnið, þar sem me annarra frímerkja heims eru flest íslenzk frímerki og frímerkjaafbrigði, fra því fyrsta að byrjað var að nota frímerki hér á landi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.