Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 82

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 82
162 LEIKLISTIN EIMREIÐIN vægilegar misfellur í hlutverka- skipaninni. Leiksviðsútbúnaður var hinn bezti; í því efni sýndi Lárus Ingólfsson enn einu sinni hvað hann getur gert, þegar hann leggur sig allan fram. Leikstjórn- inni réði með fullum rétti sá skiln- ingur, að aðalpersóna leiksins væri borgarstjórinn, en ekki eftirlits- maðurinn, sem leikurinn heitir eft- ir. Fyrir bragðið fékk Haraldur Björnsson olnbogarúm fyrir ein- hverja svipmestu persónu, sem hann hefur leitt fram á leiksviði, borgarstjórann Anton Anton- ovitch. Öll persónan var harka- lega mótuð og skemmtilega ýkt, en hvergi farið út fyrir mörk klassíska gamanleiksins. Honum til hægri handar var Alfred Andrésson í hlutverki eftirlits- mannsins, og skiptu þeir tveir at- hygli áhorfenda jafnt á milli sín. Alfred er nýkominn frá námi er- lendis, og var honum ákaft fagn- að af aðdáendum hans, enda brást hann ekki trausti þeirra. Meðferð hans á hlutverki Klestakovs var yfirlætislaus, en vandlega hugsuð, og svo lipur og skemmtileg, að hann hafði áhorfendur á bandi sínu allt kvöldið. — Anna Guð- mundsdóttir var ágæt borgar- stjórafrú, Brynjólfur Jóhannes- son, Gestur Pálsson og Ævar Kvaran gerðu og sitt til að gera kvöldið ánægjulegt. Tvær ungar stúlkur, Guðný Pétursdóttir og Soffía Karlsdóttir, stóðu sig mjög vel í sínum hlutverkum. Aðrir voru upp og ofan, enginn til stórra lýta, nema helzt Wilhelm Norð- fjörð í hlutverki Osips, sem á að vera slóttugur þjónn, en ekki sila- legur fjósamaður. Leikstjóri var Lárus Pálsson. Það er dauður maður, sem hlær ekki, þegar Haraldur Á. Sigurðs- son birtist á leiksviðinu í ein- hverju skrípahlutverkinu, sem hann hefur gert að sérgrein sinni. Það væri synd að segja, að leik- gáfa Haralds sé fjölþætt; hún er snúin úr einum þræði: persónu leikarans. En hvílíkri persónu? Haraldur er, og verður vonandi lengi ennþá, leikarinn í þunga- vigt. Og er ekki að lokum persóna leikarans aðal hans? Vinsældir Haralds Á. Sigurðssonar byggjast á því, hvort sem hann leikur karl- inn í kassanum, eða kemur snöggrv- ast inn á leiksviðið til að flytja húsgögn, að hann er Haraldur Á. Sigurðsson. — Um þessar mundir sýnir Haraldur „Karlinn í kass- anum“ með Leikfélagi Hafnar- fjarðar, og fólkið skemmtir sér í Firðinum. Fyrir nokkrum árum var þessi skrípaleikur sýndur i Reykjavík, og þá lék Brynjólfur Jóhannesson hlutverk organistans og barnaskólakennarans, Frið- mundar Friðar, með slíkum yfir' burðum, að hann skyggði á sjálft aðalhlutverkið. Ekki er því u® heilsa, að Sveinn V. Stefánsson, sem leikur hlutverkið í Hafnar- firði, raski hlutföllum leiksins með meðferð sinni, en hann beitir kröftum sínum sem bezt hann ma gegn ofureflinu, og sannast bezt að segja standast þeir ekki Har- aldi snúning, sameinaðir leikarar hafnfirzkir og reykvískir, sem þarna koma fram. Þegar komið er út undir bert loft, klappar maður af sér gleðina og segir við na- ungann: „Jæja, það var hægt að hlæja að því“. Og þetta er í raun- inni eini sanngjarni dómurinn um þessar kvöldskemmtanir.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.