Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Síða 82

Eimreiðin - 01.04.1948, Síða 82
162 LEIKLISTIN EIMREIÐIN vægilegar misfellur í hlutverka- skipaninni. Leiksviðsútbúnaður var hinn bezti; í því efni sýndi Lárus Ingólfsson enn einu sinni hvað hann getur gert, þegar hann leggur sig allan fram. Leikstjórn- inni réði með fullum rétti sá skiln- ingur, að aðalpersóna leiksins væri borgarstjórinn, en ekki eftirlits- maðurinn, sem leikurinn heitir eft- ir. Fyrir bragðið fékk Haraldur Björnsson olnbogarúm fyrir ein- hverja svipmestu persónu, sem hann hefur leitt fram á leiksviði, borgarstjórann Anton Anton- ovitch. Öll persónan var harka- lega mótuð og skemmtilega ýkt, en hvergi farið út fyrir mörk klassíska gamanleiksins. Honum til hægri handar var Alfred Andrésson í hlutverki eftirlits- mannsins, og skiptu þeir tveir at- hygli áhorfenda jafnt á milli sín. Alfred er nýkominn frá námi er- lendis, og var honum ákaft fagn- að af aðdáendum hans, enda brást hann ekki trausti þeirra. Meðferð hans á hlutverki Klestakovs var yfirlætislaus, en vandlega hugsuð, og svo lipur og skemmtileg, að hann hafði áhorfendur á bandi sínu allt kvöldið. — Anna Guð- mundsdóttir var ágæt borgar- stjórafrú, Brynjólfur Jóhannes- son, Gestur Pálsson og Ævar Kvaran gerðu og sitt til að gera kvöldið ánægjulegt. Tvær ungar stúlkur, Guðný Pétursdóttir og Soffía Karlsdóttir, stóðu sig mjög vel í sínum hlutverkum. Aðrir voru upp og ofan, enginn til stórra lýta, nema helzt Wilhelm Norð- fjörð í hlutverki Osips, sem á að vera slóttugur þjónn, en ekki sila- legur fjósamaður. Leikstjóri var Lárus Pálsson. Það er dauður maður, sem hlær ekki, þegar Haraldur Á. Sigurðs- son birtist á leiksviðinu í ein- hverju skrípahlutverkinu, sem hann hefur gert að sérgrein sinni. Það væri synd að segja, að leik- gáfa Haralds sé fjölþætt; hún er snúin úr einum þræði: persónu leikarans. En hvílíkri persónu? Haraldur er, og verður vonandi lengi ennþá, leikarinn í þunga- vigt. Og er ekki að lokum persóna leikarans aðal hans? Vinsældir Haralds Á. Sigurðssonar byggjast á því, hvort sem hann leikur karl- inn í kassanum, eða kemur snöggrv- ast inn á leiksviðið til að flytja húsgögn, að hann er Haraldur Á. Sigurðsson. — Um þessar mundir sýnir Haraldur „Karlinn í kass- anum“ með Leikfélagi Hafnar- fjarðar, og fólkið skemmtir sér í Firðinum. Fyrir nokkrum árum var þessi skrípaleikur sýndur i Reykjavík, og þá lék Brynjólfur Jóhannesson hlutverk organistans og barnaskólakennarans, Frið- mundar Friðar, með slíkum yfir' burðum, að hann skyggði á sjálft aðalhlutverkið. Ekki er því u® heilsa, að Sveinn V. Stefánsson, sem leikur hlutverkið í Hafnar- firði, raski hlutföllum leiksins með meðferð sinni, en hann beitir kröftum sínum sem bezt hann ma gegn ofureflinu, og sannast bezt að segja standast þeir ekki Har- aldi snúning, sameinaðir leikarar hafnfirzkir og reykvískir, sem þarna koma fram. Þegar komið er út undir bert loft, klappar maður af sér gleðina og segir við na- ungann: „Jæja, það var hægt að hlæja að því“. Og þetta er í raun- inni eini sanngjarni dómurinn um þessar kvöldskemmtanir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.