Eimreiðin - 01.04.1953, Side 26
98
HEIMSÖKN
EIMBEH>irí
Ég er búinn að hugsa mikið og lengi, og nú hef ég tekið ákvörð-
un að vel athuguðu máli. Hann stóð upp og studdi þó báðuU1
höndunum á borðbrúnina. Móðirin fylgdist með hreyfinguU1
hans og mældi hann með augunum. Hver er þetta? datt henu1
snöggvast í hug að spyrja sjálfa sig. Holdugur maður, fölur yfir'
litum, grár fyrir hærum, — sköllóttur. Svört hornspangargler'
augu sigin niður á söðulbakað nefið. Fyrirferðarmikill magi naf1
við borðbrúnina. Siggi litli í Efstakofanum. Fæddur í þessat1
baðstofu, alinn og fóstraður af henni. Frumburður hennar. Vai
þetta leiðsla, elliglöp eða draumur. Hún heyrði hann halda áfrau1
að tala, en þó virtust varir hans varla bærast. Og hún heyrð'
hann segja mamma, langt, langt í burtu. Þá hrökk hún við og
komst aftur til sjálfrar sín.
— Mamma, þú verður ekki lengur hérna í Efstakofanun'-
bara þessa nótt. Þú kemur með okkur suður á morgun og verði11
hjá okkur héðan af. Ég veit það af mínum lærdómi og mini1!
reynslu í lifinu, að gamalt fólk er vanafast og getur tekið næírl
sér allar tilbreytingar — frá hinu gamla til hins nýja. En þetta
er samt það bezta. Við höfum góðar aðstæður til að taka við þeI
í hornið, og þar ætti þér að líða vel, betur en hérna í þessui11
kofa, þar sem þú ert ein og átt engan að, ef eitthvað ber út ef-
Þetta verður okkur öllum til gleði, ósegjanlegrar gleði og ánægj11'
Og hann sagði meira. Hann talaði lengi, talaði meðal annarS
um hvild, kærleika og náðuga daga. En þegar hann loksins þagjl'
aði, var gamla konan aftur komin í svipað hugarástand og lu1’1
var í, þegar hann hóf mál sitt. En fólkið hennar sagði: Heyr
húrra.
— Ég veit ekki, Sigurður minn, ég veit það ekki, tautaði hujl
og leit ekki upp frá prjónunum.
— Jú, þú kemur með okkur, mamma. Það verður svo gania]1
að hafa þig hjá sér. Þú getur verið eins og þú vilt, alveg eiU’
og þú vilt. Þú verður hjá okkur til skiptis, sagði frú Gerður’
óvanalega áköf.
— O, ég veit ekki, Gerða litla. Það er enginn fengur að drasl'
ast með kerlingarskar eins og mig.
— Ó! Þetta máttu ómögulega segja, tengdamamma, sagði frjj.
Jónsson. Mér finnst þú reglulega interessant af gamalmenni a
vera.