Eimreiðin - 01.04.1953, Blaðsíða 62
134
HÖFUM VIÐ LIFAÐ HÉR ÁÐUR?
eimreibi1*
hún í æsingu, að þarna hefði hún átt heima og heimtaði, að hún
fengi að fara þangað þegar í stað.
Foreldrar stúlkunnar vildu ekki hlusta á þessa vitleysu og neit'
uðu henni um þetta. Hún lagðist þá veik, og læknirinn, sem sóttur
var til hennar, ráðlagði foreldrunum að fara með hana til Benares
og sjá húsið, því að þá kynni hún að læknast af þessum firruiu.
sem sóttu á hana.
Þetta var gert, og maðurinn, sem hún sagði að væri sonur sinn'
reyndi hana á allan hátt, sýndi henni ættargripi og lét hana segja
sér sögu þeirra. Allt þetta gerði hún af hinni mestu nákvæmn'.
og skeikaði hvergi frá því rétta í frásögn hennar.
Meðal annars sagði hin tólf ára gamla ,,móðir“ sínum sextin
ára gamla „syni“ ótal margt úr lífi hans frá því hann var barn>
og allt, sem hún sagði, var nákvæmlega rétt.
Hvernig vilja menn skýra svona furðusögur? Sumir vilja af"
greiða þær allar í einu með því að segja þær hugarburð eða upP"
spuna frá rótum. En það er ekki hægt. Til þess eru þær sumar
of vel vottfestar. Endurholdgunarkenningin er mikið rædd enn
í dag, eins og svo oft áður. Margir mestu andans menn og sniU'
ingar, sem uppi hafa verið allt síðan Origenes kirkjuföður leið —
og enda lengra aftur í tímann, hafa trúað á hana. Margir gera
það enn í dag.
Þeir, sem hafa orðið fyrir einhverri reynslu um þessi efni, seH1
styrki þá trú, að endurholdgun eigi sér stað, ættu að senda Eir*1'
reiðinni frásagnir af þeirri reynslu sinni með leyfi til að birta þ®r'
Frásagnirnar verða birtar undir dulnefni, ef óskað er. Nöfn þeirra.
sem segja frá reynslu sinni í þessum efnum, verða þá varðveit*
og ekki birt nema með þeirra leyfi.