Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Side 20

Eimreiðin - 01.04.1953, Side 20
92 HEIMSÓKN EIMREIÐIf* Gamla konan tók við blómunum með varfærni. Það voru alla' vega litar og lagaðar rósir, angandi rósir og gegnsætt bréf utan um. — Þakka þér fyrir, sagði hún og kyssti frúna á kinnina. — Ó, exkjús mí, elsku bezta, sagði frúin brosandi og virti blómin og tengdamömmuna fyrir sér andartak. Almáttugur! hvað blóm og elli geta farið vel saman! Draumur! sagði hún ennfremur og kyssti á fingur sinn. Hefurðu ekki sætan vasa? — Vasa? hváði gamla konan og gat ekki dulið undrun sína- Nei. Ég hef aldrei haft vasa á mímnn flíkum, fullyrti hún og strauk blómvöndinn. — Nei, mamma á víst engan blómavasa, sagði maður frviar- innar. — Æi, að ég skyldi ekki hafa vit á að gefa henni vasa líka, andvarpaði frúin og gretti sig. — Og hérna er svolítið af blómum frá mér. Það var Gerður læknisfrú, sem talaði og lagði annan blómvönd, ekki minni, 1 kjöltu móður sinnar, og í sömu mund lauk læknirinn við að vefja utan af forkunnarfögrum og nærri því mannháum stand- lampa og færði síðan þennan dýrgrip á gólfið andspænis gömlt* konunni. — Og hér færðu lampa, sem þú átt að láta lýsa þér í skamrri' deginu, þegar þú lítur í bók eða skrifar skyldfólkinu, sagði hanU vingjarnlega og brosti af innri gleði. Gamla konan starði höggdofa á lampann nokkra stund, áðiU en hún sagði: — Það er þó ekki rafmagnslampi, vænti ég? — Jú, það geturðu reitt þig á. Ég færi ekki að gefa þér olíU' lampa, svaraði læknirinn hróðugur. En nú skulum við kveikj3 á honum strax, þó bjart sé. Hvar er tengill? — Ég get ekki notað hann, er ég hrædd um, sagði gamla koU' an. Það er ekkert rafmagn hérna í gilinu. — Ó! Hryllilegt! sögðu frúrnar báðar samtímis með raddblu, sem bar keim af gráti. — Það datt mér sízt í hug, að þú værir rafmagnslaus. Það el' þó ljósastöð hérna í þorpinu, minnir mig, sagði gefandinn voU' svikinn.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.