Eimreiðin - 01.04.1953, Blaðsíða 86
158
RITSJÁ
EIMBEIP11'’
bréf. Fólk hefur sjálfsagt tekið þess-
ari bók tveim höndum, enda á hún
það skilið og Finnur Sigmundsson
þakkir skyldar fyrir útgáfuna. Bókin
er 172 blaðsíður, frágangur og prent-
un í bezta lagi.
Þorsteinn Jónsson.
Kristmann GuSmundsson: ÞOKAN
RAIJÐA, skáldsaga, síSara bindi.
Rvík 1952 (Borgarútgáfan).
Svo var til getið í umsögn um
„Þokuna rauðu“ í Eimreið 1951, að
vart myndi höfundurinn skilja við
söguna að fullu, þó að ekki væri þess
getið, að þar væri aðeins um fyrra
hluta að ræða. Lauk sögunni þar
sem aðalpersónan, Isarr Dagsson og
völvunnar Kaðlínar, er á leið heim
til íslands frá Irlandi, eftir að hafa
framazt erlendis og kynnzt þar
mörgu nýstárlegu. Framhald sögunn-
ar kom á síðastliðnu hausti og er að
öllu umfangsmeira en fyrri hlutinn.
Segir nú af atburðum á Islandi og
enn nýjum utanlandsferðum, afrek-
um Isarrs og manna hans. Hann er
sem áður foringinn, garpurinn, en
jafnframt draumóramaðurinn og
skáldið. 1 sögulok festir hann ráð sitt
eftir að hafa lifað viðburðarika æsku
og manndómsár, öðlazt mikla reynslu
og háð ytri og innri baráttu. Þegar
þessi „ragnarök voru liðin hjá“ í lífi
hans, verður Völuspá til:
„1 aftureldingunni, þegar aðrir
voru sofnaðir, gekk hann einn upp í
brekkurnar undir Hamrinum. Logn
var á og dögg á grasi, fölblár himinn
yfir, friður og kyrrð. Eyjarnar sváfu,
sveipaðar dökkum bláma í spegli
fjarðarins. —- En Isarr Dagsson gekk
og þuldi, hrifinn frá stað og stund í
sjálfsgleymi sköpunarinnar."
Jörðin rís ung úr ægi óskapnaðar.
Guðir og menn mætast, endurnærðú
og hertir í deiglu reynslunnar. VeW1
myrkursins er brotið á bak aftur'
En í djúpri þögn náttúrunnar við
sólarupprás birtist Isarri hin géða
dís drauma hans frá æskuárununn
„Eitt andartak horfði völusonu1'
inn inn í hið of bjarta ljós, er .dauð'
leg sýn fær ekki staðizt. Hann skyn)'
aði hvít og gullin klæði og glitbauð
um hár, er liktist mánageislum a
skyggðri fönn. — Andlit hennar var
engilhreint, og hin himintæru augu
þekktu ekki veikleika mannlegr8'
ófullkomnunar.
Hún leit til hans og lyfti hönduU1
í blessun. En hann beygði höfuð sltt
í sælli auðmýkt fyrir skinandi ásjóu11
■ð-
fegurðarinnar.“
Þannig hljóða lokaorð þessara1
löngu sögu, sem er látin gerast 8
gullöld vor Islendinga, en er að efulS
kjarna alþjóðleg og allra tima. Hllí*
túlkar baráttu einstaklingsins við 8
sigra sjálfan sig, leita hins týnda
finna það í hinni rauðu þoku jar'
lifsins lystisemda. Það efni verðu1
aldrei tæmt til fulls. En skáldið hef
ur hér brugðið Ijóma á liðna öld 1
frumsögu íslands, á mótum heiðinn81
og kristinnar menningar, undir ábrif
um grískrar, írskrar og alþjóðleg18'
trúarheimspeki og dulfræði fyrstu
kristni. Allt fær þetta opna leið 11111
að hjarta og huga draumóramannsiU'
Isarrs Dagssonar, skóldsins utan 8
Islandi, með keltneska blóðið i ffiðuu1-
Sagan er táknræn um eilífa ^e>\
mannsandans að æðstu gæðum, °£
henni birtist mikil fegurðardýrkun
og
þroskaþrá. Hún sýnir söguöld vo18
Ijóma mikils manndóms og mikiha
ævintýrabirtu.
Sv. S.