Eimreiðin - 01.04.1953, Side 50
122
RÚSSNESKAR BÓKMENNTIR
Með þessari bók sló hann á nýja strengi og eins í bók sinni Mir'
gorod, þar sem lýst er lífi Kósakkanna. Síðan ritaði hann gaman'
leik og fleira, sem vakti á honum athygli. 1 einni þessara bóka
gerði hann svo mikið skop að spillingunni innan embættismanna'
stéttarinnar, að Nikulás keisari veltist um af hlátri við lesturinn-
En það féll Gogol sárast, að ekkert var gert til að bæta úr þessarl
spillingu, eins og hann hafði þó ætlazt til með ádeilu sinni.
Þá var það, að hann, fyrir áeggjan Pushkins, tók að rita skáld'
söguna Dauðar sálir. Sú bók kom út á íslenzku árið 1950 í þý®"
ingu Magnúsar Magnússonar ritstjóra. Gogol lauk aldrei við þetta
skáldverk. Það var aðeins fyrsti hlutinn, sem kom fyrir almenn'
ings sjónir. Hann reyndi að halda áfram með söguna, en átti 1
sífelldu sálarstríði út af trúmálum og þjáðist auk þess af ofsókna1"
brjálæði. Valda kafla úr bréfaviðskiptum við vini nefndi hann
bók sína um siðbætur og menningarmál, sem út kom á sömu ar'
unum og hann var að reyna að lúka við Dauðar sálir. Þessar s$'
bótartilraunir hans urðu fyrir árásum frá öllum flokkum, svo at'
honum féllst alveg hugur og var orðinn bilaður á geðsmunum, ef
hann lézt, í fertugasta og þriðja aldursári. Hann er einhver þjé®'
legasti höfundur, sem Rússar hafa átt, og njóta bækur han-
mikillar hylli bæði heima og erlendis.
Á 19. öldinni voru það aðallega tvær stefnur, sem réðu í bók'
menntum Rússlands, stefna Slava-sinnanna svonefndu, sem tölóu
að Rússar ættu að berjast gegn vestrænum áhrifum, og stefn3
Vesturlanda-sinnanna. Slava-sinnarnir voru úr flokki ríkra aðals'
manna, íhaldssamir einvaldssinnar, sem studdu grísk-kaþóls^
kirkjuna og þjóðfélagsskipulagið, þó að þeir hörmuðu hve bæné3'
ánauðin var útbreidd i landinu. Vesturlanda-sinnarnir voru aftl11
á móti uppreisnarmenn, héldu því fram, að Rússar yrðu að tak3
sér Vesturlönd til fyrirmyndar í þjóðfélagsumbótum og var fles*
um í nöp við grísk-rómversku kirkjuna. Fylgjendur þessaraf
stefnu voru fjölmennari en hinnar, og meðal þeirra voru flestlf
snjöllustu rithöfundar Rússa.
Einhver mesti Vesturlanda-sinninn meðal rússneskra rithöfuné3
á 19. öld var skáldið Ivan Sergejevich Turgenjev (1818—83), en^'
dvaldi hann oft árum saman í Vestur-Evrópu og átti þar ma^9
vini, varð heiðursdoktor við háskólann í Oxford og fyrstur rúss
neskra höfunda til að kynna rússneskar bókmenntir erlend1;'
Turgenjev vakti fyrst athygli með bók sinni, Úr dagbók veíð',
manns, sem talin er að hafa átt mikinn þátt í, að bændaánauðinn1
var létt af í Rússlandi. Á tæpum tuttugu árum ritaði hann se>