Eimreiðin - 01.04.1953, Page 46
f^œttir iim eríenJar lóhmenn tu'
I. Rússneskar bókmenniir.
Fáar þjóðir eiga eins stórfenglegar bókmenntir og Rússar. Eink-
um skara þeir fram úr flestum öðrum í skáldsagnagerð.
Rússneskar bókmenntir hefjast með kristnitökunni þar í landi
á 10. öld. Fyrir þann tíma er aðeins að ræða um sagnir og munn-
mæli, sem hafa varðveitzt á vörum alþýðunnar, óljósar og sundur-
lausar að vísu, fram á vora daga. En eftir að Vladimir prins 1
Kænugörðum (Kiev) tók kristna trú, árið 988, opnaðist byzant-
iskri menningu leið inn í Rússland frá Konstantinópel. Slafnesk
tunga varð kirkjumál grísk-rómversku kirkjunnar í landinu, og
að miklu leyti á því máli eignuðust kristnir menn í Kænugörðum
sína fyrstu biblíu (sem kennd er við Ostromir). Frá Kænu-
görðum breiddist kristnin óðfluga út suðvestur um héruð þau,
sem nú heita Úkraína. Meðal fyrstu ritaðra bókmennta Rússa voru
guðspjöllin, bækur kirkjufeðranna og ræður Ilarions í Kænugörð-
um, frá miðri 11. öld.
Ennfremur eru til rússneskir annálar frá 12. öld og rit eitt, ver-
aldlegs efnis, Saga Igors og hernaðar hans, sem talið er eitt
merkilegasta rit, sem til er frá miðöldum Evrópu. í Kænugörðum
blómgvaðist menning um nálega tveggja alda skeið, sem stóð að
ýmsu leyti framar því, sem gerðist annars staðar um þær mundir-
En árið 1170 herjaði Andrey Bogoljubski, prins frá Suzdal, á
Kænugarða, og upp úr því fluttist miðstöð rússneskrar menningar
norður til Moskvu, en Kænugarðar og héruðin umhverfis þá borg
komust undir yfirráð Póllands og Lithaugalands. En árið 1240
réðust Mongólar og Tatarar inn í Rússland, og eftir það jukust
mjög áhrif frá Asíu í landinu.
Ivan IV. Rússakeisari, sem kallaður var hinn grimmi (1530-—
1584), er talinn helzti rithöfundur Rússa á 16. öld, og bera bréf
hans vott um mikla mælsku og stjórnkænsku. Kurbsky prins
(1528—83), andstæðingur Ivans keisara, fékkst einnig við ritstörf