Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Side 58

Eimreiðin - 01.04.1953, Side 58
SIGLING Hve hafið er fagurt á lognblíðum Ijósum degi. Og lítið og veikbyggt skip siglir frá ströndu í vorþey, og veit það eigi, að veröld á annan svip. Og vorgolan hjalar, og bárurnar Ijósu sér leika léttstígar, mildar á brá. Þær dansa brosandi, skemmta skipinu veika, er skilur ei þeirra vá. Skjótt haustar og syrtir, og gustmikil nálgast nóttin, nornarleg, dökk á brún. í skipinu vaknar kvíðinn, efinn og óttinn, því enginn fær þýtt hennar rún. Og skuggarnir þéttast og skrifa sitt tröllaletur í skjálfandi hjarta þess manns, er siglt hefur lengi seglum þöndum, og getur ei séð til hins þráða lands. Og skipið hans strandar við ísnúnar eyðinafir, og ekkert því bjargar á jörð. Svo máttugir eru skugganna skíru stafir og skapa örlög svo hörð. Og himnarnir gráta yfir örlögum ógæfumannsins og andvarpa þungt af sorg. En þaðan berst hjálp til að leiða hann heim til landsinSi að Ijóssins og friðarins borg. Sigurdur Sveinbjörnsson.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.