Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Side 48

Eimreiðin - 01.04.1953, Side 48
120 RÚSSNESKAR BÓKMENNTIR EIMREIBI^ á 19. öld í ritum rússneska skáldsins Vasily Andrejevich Zhuk- ovsky (1783—1852). Zhukovsky, sem var sonur rússnesks aðalS' manns og tyrkneskrar ambáttar, varð boðberi vestrænna bók- menntastrauma frá þeim Byron, Scott, Goethe og Schiller, vinur og leiðbeinandi flestra rússneskra skálda rómantísku stefnunnat og kennari barna Nikulásar I., Rússakeisara. Flestir þeir rithöfundar á 19. öld, sem mest kvað að i Rúss- landi, voru frjálslyndir aðalsmenn. Þeir voru áhugamenn í bezta skilningi orðsins, en litu niður á þá höfunda, sem höfðu ritstörfiu að atvinnu. Aðal-bókmenntastöðvarnar voru latínuskóli sá fyrir unga aðalsmenn og embættismenn, sem Alexander I., keisari, stofn- aði í Moskvu. Skóli þessi, Tsarskoje Selo, var rétt hjá keisara- höllinni, og lásu skáldin Zhukovsky og Karamzin með stúdentun- um fagrar bókmenntir, útskýrðu þær og vöktu áhuga stúdentanna fyrir þeim. Þess á milli hjálpuðu þeir þeim með ráðum og dáð, þegar þeir komust í kast við yfirvöldin. Úr latínuskóla þessum kom eitt mesta skáld Rússa á 19. öld, en það var Alexander Sergejevich Pushkin (1799—1837). Hann vakti mikla eftirtekt í skólanum fyrir ljóðagerð sína og varð stílsnill' ingur mikill, sameinaði allt það bezta í bókmenntum 18. og 19- aldar, enda las hann og tileinkaði sér þegar á skólaárunum rit rómantísku stefnunnar, þar á meðal skáldverk Byrons, Shake- speares og Scotts, og steypti í sitt eigið mót, en var jafnframi frumlegur og sjálfstæður höfundur, bæði á bundið mál og óbundið- Eftir að hann lauk prófi, gekk hann í utanríkisþjónustu Rússa- En vegna ádeilu á stjórnina í ljóðum sínum féll hann í ónáð, var sendur suður að Svartahafi og dvaldi um nokkur ár í KishineV og Ódessa. Seinna settist hann að á föðurleifð sinni og slapp nauð- uglega frá að verða dæmdur meðsekur í samsæri gegn stjórninni- Það var sjálfur keisarinn, Nikulás I., sem bjargaði honum úr þeirri hættu og lét hann eftir það setjast að í höfuðborginni undir sínu eftirliti og vernd. Kona hans, hin fagra Natalja Goncharova, hafði hvorki sömu áhugamál og hann né vit á að meta hæfileika hans. Vegna léttúðar hennar lenti hann í deilu við fósturson hollenzka sendiherrans í Moskvu. Þeir háðu einvigi, og í því særð- ist Pushkin til bana, aðeins 38 ára að aldri. Pushkin var jafnvígur á allar greinar skáldskapar. Hann orti ljóð, sem ekki standa að baki beztu ljóðum Byrons, svo sem kvæðið Ruslan og Ljudmila. En áhrifa frá Byron kennir mjög 1 sumum kvæðum hans, svo sem í Fanganum frá Kákasus, Tatara- Ijóðunum o. fl. Eitthvert ágætasta verk hans er ljóðsagan Evgeny

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.