Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Síða 48

Eimreiðin - 01.04.1953, Síða 48
120 RÚSSNESKAR BÓKMENNTIR EIMREIBI^ á 19. öld í ritum rússneska skáldsins Vasily Andrejevich Zhuk- ovsky (1783—1852). Zhukovsky, sem var sonur rússnesks aðalS' manns og tyrkneskrar ambáttar, varð boðberi vestrænna bók- menntastrauma frá þeim Byron, Scott, Goethe og Schiller, vinur og leiðbeinandi flestra rússneskra skálda rómantísku stefnunnat og kennari barna Nikulásar I., Rússakeisara. Flestir þeir rithöfundar á 19. öld, sem mest kvað að i Rúss- landi, voru frjálslyndir aðalsmenn. Þeir voru áhugamenn í bezta skilningi orðsins, en litu niður á þá höfunda, sem höfðu ritstörfiu að atvinnu. Aðal-bókmenntastöðvarnar voru latínuskóli sá fyrir unga aðalsmenn og embættismenn, sem Alexander I., keisari, stofn- aði í Moskvu. Skóli þessi, Tsarskoje Selo, var rétt hjá keisara- höllinni, og lásu skáldin Zhukovsky og Karamzin með stúdentun- um fagrar bókmenntir, útskýrðu þær og vöktu áhuga stúdentanna fyrir þeim. Þess á milli hjálpuðu þeir þeim með ráðum og dáð, þegar þeir komust í kast við yfirvöldin. Úr latínuskóla þessum kom eitt mesta skáld Rússa á 19. öld, en það var Alexander Sergejevich Pushkin (1799—1837). Hann vakti mikla eftirtekt í skólanum fyrir ljóðagerð sína og varð stílsnill' ingur mikill, sameinaði allt það bezta í bókmenntum 18. og 19- aldar, enda las hann og tileinkaði sér þegar á skólaárunum rit rómantísku stefnunnar, þar á meðal skáldverk Byrons, Shake- speares og Scotts, og steypti í sitt eigið mót, en var jafnframi frumlegur og sjálfstæður höfundur, bæði á bundið mál og óbundið- Eftir að hann lauk prófi, gekk hann í utanríkisþjónustu Rússa- En vegna ádeilu á stjórnina í ljóðum sínum féll hann í ónáð, var sendur suður að Svartahafi og dvaldi um nokkur ár í KishineV og Ódessa. Seinna settist hann að á föðurleifð sinni og slapp nauð- uglega frá að verða dæmdur meðsekur í samsæri gegn stjórninni- Það var sjálfur keisarinn, Nikulás I., sem bjargaði honum úr þeirri hættu og lét hann eftir það setjast að í höfuðborginni undir sínu eftirliti og vernd. Kona hans, hin fagra Natalja Goncharova, hafði hvorki sömu áhugamál og hann né vit á að meta hæfileika hans. Vegna léttúðar hennar lenti hann í deilu við fósturson hollenzka sendiherrans í Moskvu. Þeir háðu einvigi, og í því særð- ist Pushkin til bana, aðeins 38 ára að aldri. Pushkin var jafnvígur á allar greinar skáldskapar. Hann orti ljóð, sem ekki standa að baki beztu ljóðum Byrons, svo sem kvæðið Ruslan og Ljudmila. En áhrifa frá Byron kennir mjög 1 sumum kvæðum hans, svo sem í Fanganum frá Kákasus, Tatara- Ijóðunum o. fl. Eitthvert ágætasta verk hans er ljóðsagan Evgeny
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.