Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.04.1953, Qupperneq 22
94 HEIMSÓKN EIMIiEIÐir1 Það verður að vera svona í kvöld. Það má alltaf sníða það til seinna, var að lokum samþykkt og lausir innanstokksmunir aftur færðir hérumbil á sinn stað. Gamla konan hafði losað sig við blómvendina og komið þeim fyrir í rúmshorninu við fótagaflinn, og svo flutti hún sig aftur á kistilinn, en sagði að það færi betui' um blessaðar frúrnar, ef þær vildu vera svo lítillátar að setjast á rúmin. En mikið var leiðinlegt að mega ekki hella uppá handa ykkur, þá einu sinni þið komið. Þegar lókið var umstanginu í sambandi við teppið, var farið að bera inn úr bílunum gnægð vista og þeim raðað á litla borðið undir glugganum. Margar voru flöskurnar. Mikil lifandis skelf' ing var af flöskunum, stórum og smáum og allavega litum. Og það var matur líka. Allir gestirnir tóku þátt í framreiðslunni og höfðu ærið að starfa. Gamla konan var aftur tekin til við vettl- inginn og var ekki ónáðuð af tiltali fólksins þessa stundina. Hún heyrði aðeins óljóst, hvað það ræddist við, enda skildi hún ekki nema tiltölulega lítið af þeim orðum, sem það hafði á hraðbergi- Það eitt þóttist hún geta ráðið, að á boðstólum yrði bæði brauð og vín. — Jæja, sagði Sigurður prófessor, þegar um hægðist, og beindi orðum sínum til móður sinnar. Nú kemur þú að borðinu td okkar og reynir að gæða þér á einhverju af því, sem hér er fran>' reitt. 1 kvöld skulum við öll vera sem einn maður. — Þakka þér fyrir. Það er nú raunar ekki beint gestrisni að þiggja góðgerðir af gestunum, sagði gamla konan um leið og húM þekktist boðið. — Það eru engin sæti hér. Á maður að standa upp á endanM eins og við pylsuvagn? spurði Jón Sigurðsson og bætti svo við af enn meiri alvöruþunga: Ég strœka! — Æí, það eru nú ekki stólarnir hérna í kotinu fremur eM önnur þægindi, svaraði gamla konan, sem var að bisa við að draga kistilinn sinn að borðinu. — Við verðum að notast við koffortsræflana, ef kvenfólkið getur tyllt sér á rúmin. Og þetta var gert. Koffortin voru tvö, auk kistilsins, og með því að nýta til fulls þeirra möguleika, gátu allir setið kringuf1 borðið. Afmælisbarnið sat framan við endann. Það var öndvegið) en þó heldur lægra en önnur sæti við þetta borð. Sennileg3 höfðu aldrei áður svo dýrlegar vistir þakið þetta gamla borðkríl1-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.