Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 16

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 16
168 UPPHAF ERKISTÓLS 1 NIÐARÓSI EIMREIPltf Brimastóll hafði oft stutt keisara í deilunum við páfastólinn- Páfi launaði nú Brima-erkibiskupi lambið gráa og stofnaði erkistól í Lundi árið 1103 og lagði undir hinn nýja stól öU Norðurlönd, en þau höfðu áður lotið Brimum. Páfi virðist i þessu máli, og öðrum hafa farið eftir hinni fornu íómversku stjórnmálareglu: divide et impera — deildu og drottnaðu. Fyrst vængstýfði hann Brima-erkibiskup með stofnun hins nýja erkistóls í Lundi. Seinna varð ljóst, að dönsk utanríkis- pólitík og þar með einnig Lunds-erkistóll hölluðust um of a sveif með hinum voldugu nágrönnum, Hohenstaufa-keisurunum þýzk-rómversku. — Þá var erkistóllinn í Lundi lamaður með stofnun hinna nýju erkistóla í Niðarósi og Uppsölum. Curían eða páfahirðin hefur vafalaust álitið, að hinir smán erkistólar yrðu þjálli og ósjálfstæðari en þeir stóru. Einnig var lítil hætta á því, að hinir nýju erkibiskupar fengi stuðning hinna gömlu erkistóla eða veittu þeim brautargengi, því að auðvitað var nokkur rigur milli hinna nýju og gömlu erkibiskupsdæma- Erkistólarnir í Brimum og Lundi endurtóku líka sí og æ kröfur sínar til yfirráða yfir kirkjum þeirra landa, sem lotið höfðu valdi þeirra til foma. Stofnun hins nýja erkistóls í Niðarósi var þvi að allverulegu leyti þáttur i baráttu páfastólsins og keisarans um heimsyfirráðin. Um miðja 12. öld réðu þrir konungar fyrir Noregi samtímis- Voru þeir sjmir Haraldar gilla. Var einn þeirra, Ingi að nafnú skilgetinn, en hinir, sem hétu Sigurður og Eysteinn, voru frillu- synir. Fjöldi lendra manna eða aðalsmanna studdi Inga konung: og töldu þeir hann einan réttborinn til ríkis. Þá gerðust þau nýmæli, að forystumenn norsku kirkjunnar tóku í fyrsta skipti virkan þátt í stjórnmálunum og studdu flokk Inga. Merkileg vakningarhreyfing, sunnan úr Evrópu, hafði borizt alla leið norður til Noregs með Cisterciensamunkunum, reglu hins heilaga Bernharðs af Clairvaux. Cisterciensarnir stofnuðu klaustur í nánd við Björgvin og Osló á hinrnn fimmta tug tólftu aldarinnar. Þeir voru ákafir forvígismenn páfastólsins, og með eldmóði sínum hrifu þeii' norsku kirkjuna með sér og vöktu hana til dáða. Stuðningsmenn Inga konungs reru að því öllum árum, að stofn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.